Erlent

Gíslataka í rútu í Úkraínu

Kjartan Kjartansson skrifar
Rútan þar sem maðurinn heldur hópi farþega í gíslingu í miðborg Lutsk.
Rútan þar sem maðurinn heldur hópi farþega í gíslingu í miðborg Lutsk. Vísir/EPA

Vopnaður maður heldur nú hópi farþega lítillar rútu í gíslingu í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu. Hann er sagður krefjast þess að hátt settir stjórnmálamenn lýsi því yfir að þeir séu „hryðjuverkamenn“.

Lögreglumenn reyna nú að tala um fyrir manninnum sem yfirvöld segja að heiti Maksym Kryvosh, 44 ára gamall Rússi, sem hefur verið dæmdur fyrir glæpi og er talinn eiga við geðræn vandamál að stríða. Hann hefur setið tíu ár í fangelsi fyrir fjársvik, rán og ólögleg vopn.

Ekkert hefur frést af líðan farþega rútunnar sem hann heldur í gíslingu en umsátrið hefur nú staðið yfir í nokkrar klukkustundir. AP-fréttastofan segir að um tíu manns séu í gíslingu en áður var talað um allt að tuttugu gísla. Gíslatökumaðurinn er sagður hafa hafnað óskum lögreglunnar um að færa gíslunum mat og vatn.

Maðurinn skaut á lögregludróna út um rúðu á rútunni og kastaði handsprengju sem sprakk ekki, að sögn AP. Þá er hann sagður halda því fram að hann hafi komið fyrir sprengju á opinberum stað í borginni sem hann gæti sprengt með fjarstýringu.

Hluti miðborgar Lutsk hefur verið girt af vegna umsátursins og íbúum verið sagt að halda sig heima eða á vinnustöðum sínum.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×