Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. júlí 2020 12:00 Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Vinnustöðvun áhafnar á Herjólfi sem átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi var aflýst. Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. Félagsmenn Sjómannafélags Íslands sem starfa á Herjólfi gripu til aðgerða fyrr í mánuðinum og lágu áætlunarferðir Herjólfs niðri í alls tvo daga í síðustu og þar síðustu viku. Þriggja daga vinnustöðvun átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi en henni var aflýst. „Það var samtal í gær sem við áttum við útgerðina, samkomulag um viðræðuáætlun og um að vera búin að ljúka henni fyrir 17. ágúst, það var það sem breytti því,“ segir Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands. Nú var langt á milli aðila, hefur það ekkert breyst? „Við tókum nýjan vinkil á þetta, það voru menn sammála um og gátum mæst þar í þessari viðræðuáætlun, það var nú aðalatriðið,“ svarar Bergur sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. En hvað felst í þessari viðræðuáætlun sem þið leggið upp með? „Það er að klára starfslýsingu þerna og háseta og skoða forsendur starfsaldurshækkana sem eru ekki þarna, skoðum vinnutímastyttingu samkvæmt lífskjarasamningi og líka koma á hvíldarákvæðum í samræmi við alþjóðalög,“ svarar Bergur. Þá stendur einnig til að skoða forsendur launahækkunar miðað við lífskjarasamninginn með sérfróðum aðila. Tveggja daga vinnustöðvun var boðuð í síðustu viku en seinni daginn var ákveðið að sigla gamla Herjólfi milli lands og Eyja sem Sjómannafélagið segir vera lögbrot. Bergur segir að deiluaðilar hafi fundið fyrir miklum þrýstingi. „Það er alltaf þrýstingur sem að fylgir þessu. Að boða til vinnustöðvunar er bara neyðarúrræði en verkfallið skilaði okkur þangað sem við erum komnir í dag,“ segir Bergur og vísar aftur til samkomulags um viðræðuáætlun. „Það er alltaf ákveðinn þrýstingur sem er á alla aðila í svona málum.“ Tengdar fréttir Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Það vakti furður margra þegar ákveðið var að sigla til lands á gamla Herjólfi þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. 15. júlí 2020 19:07 Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. 20. júlí 2020 15:23 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Vinnustöðvun áhafnar á Herjólfi sem átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi var aflýst. Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. Félagsmenn Sjómannafélags Íslands sem starfa á Herjólfi gripu til aðgerða fyrr í mánuðinum og lágu áætlunarferðir Herjólfs niðri í alls tvo daga í síðustu og þar síðustu viku. Þriggja daga vinnustöðvun átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi en henni var aflýst. „Það var samtal í gær sem við áttum við útgerðina, samkomulag um viðræðuáætlun og um að vera búin að ljúka henni fyrir 17. ágúst, það var það sem breytti því,“ segir Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands. Nú var langt á milli aðila, hefur það ekkert breyst? „Við tókum nýjan vinkil á þetta, það voru menn sammála um og gátum mæst þar í þessari viðræðuáætlun, það var nú aðalatriðið,“ svarar Bergur sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. En hvað felst í þessari viðræðuáætlun sem þið leggið upp með? „Það er að klára starfslýsingu þerna og háseta og skoða forsendur starfsaldurshækkana sem eru ekki þarna, skoðum vinnutímastyttingu samkvæmt lífskjarasamningi og líka koma á hvíldarákvæðum í samræmi við alþjóðalög,“ svarar Bergur. Þá stendur einnig til að skoða forsendur launahækkunar miðað við lífskjarasamninginn með sérfróðum aðila. Tveggja daga vinnustöðvun var boðuð í síðustu viku en seinni daginn var ákveðið að sigla gamla Herjólfi milli lands og Eyja sem Sjómannafélagið segir vera lögbrot. Bergur segir að deiluaðilar hafi fundið fyrir miklum þrýstingi. „Það er alltaf þrýstingur sem að fylgir þessu. Að boða til vinnustöðvunar er bara neyðarúrræði en verkfallið skilaði okkur þangað sem við erum komnir í dag,“ segir Bergur og vísar aftur til samkomulags um viðræðuáætlun. „Það er alltaf ákveðinn þrýstingur sem er á alla aðila í svona málum.“
Tengdar fréttir Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Það vakti furður margra þegar ákveðið var að sigla til lands á gamla Herjólfi þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. 15. júlí 2020 19:07 Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. 20. júlí 2020 15:23 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44
Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Það vakti furður margra þegar ákveðið var að sigla til lands á gamla Herjólfi þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. 15. júlí 2020 19:07
Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. 20. júlí 2020 15:23
Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24