Mikilvægt að málin séu leyst við samningaborðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 18:09 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst ánægð með að FFÍ og Icelandair hafi náð saman. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ánægjulegt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi náð saman og ritað undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í nótt. Mikilvægt sé að leysa mál sem þetta með samningum. Hún segir rökin fyrir því að Icelandair fái ríkisábyrgð sé að félagið hafi höfuðstöðvar hér á landi og sé með íslenska kjarasamninga. „Þetta eru auðvitað ánægjulegar lyktir í þessu og auðvitað er það við samningaborðið sem á að leysa slík mál. Það var mjög mikilvægt að ríkissáttasemjari boðaði til þessa fundar í gær og að deilendur skyldu ákveða að setjast niður og gera þessa úrslitatilraun,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hún segir afar gott að náðst hafi saman í deilunni, en á föstudag tilkynnti Icelandair um að félagið hygðist slíta viðræðum við Flugfreyjufélagið og að flugfreyjum og þjónum félagsins yrði sagt upp. Með undirritun kjarasamnings í gær voru þær uppsagnir dregnar til baka. „Það er gott að þarna náðist saman, því það er auðvitað þarna sem á að leysa málin. Með frjálsum samningum þar sem aðilar ná saman.“ Morgunblaðið greinir jafnframt frá því að Katrín hafi verið í samskiptum við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara vegna málsins. Það hafi þó verið ríkissáttasemjara, en ekki hennar, að boða aðila á fund í deilunni. Mikilvægur áfangi fyrir Icelandair Katrín segir jafnframt að svo virðist sem samningurinn, sem kynntur verður fyrir félagsmönnum FFÍ á mánudag, sé mikilvægur liður í þeirri vegferð sem Icelandair er á. Félagið hyggur á hlutafjárútboð í næsta mánuði. „Ég ímynda mér að þetta sé mikilvægur áfangi fyrir félagið, að geta haldið áfram í sínu verkefni, sem er auðvitað að undirbúa hlutafjárútboð og tryggja það að bæði hluthafar og lánadrottnar komi að því verkefni að leggja félaginu til [fé].“ Þá segir hún stjórnvöld hafa lagt áherslu á að Icelandair héldi starfsemi sinni og kjarasamningum hérlendis. „Við höfum auðvitað lagt á það áherslu, stjórnvöld, allan tímann að það sé mikilvægt að ef ríkið eigi að koma að með sína ábyrgð að þá annars vegar takist vel upp í hlutafjárútboði og rökin fyrir því séu að hér sé einmitt félag með höfuðstöðvar á Íslandi og með íslenska kjarasamninga,“ segir forsætisráðherrann. Ánægjulegt sé að málinu sé lokið, en það hafi verið erfitt. „ Þetta mál fór auðvitað í mjög harðan hnút og ég vil bara ítreka það að sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er hversu mikilvægt það er að fólk útkljái svona mál við samningaborðið.“ Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ánægjulegt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi náð saman og ritað undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í nótt. Mikilvægt sé að leysa mál sem þetta með samningum. Hún segir rökin fyrir því að Icelandair fái ríkisábyrgð sé að félagið hafi höfuðstöðvar hér á landi og sé með íslenska kjarasamninga. „Þetta eru auðvitað ánægjulegar lyktir í þessu og auðvitað er það við samningaborðið sem á að leysa slík mál. Það var mjög mikilvægt að ríkissáttasemjari boðaði til þessa fundar í gær og að deilendur skyldu ákveða að setjast niður og gera þessa úrslitatilraun,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hún segir afar gott að náðst hafi saman í deilunni, en á föstudag tilkynnti Icelandair um að félagið hygðist slíta viðræðum við Flugfreyjufélagið og að flugfreyjum og þjónum félagsins yrði sagt upp. Með undirritun kjarasamnings í gær voru þær uppsagnir dregnar til baka. „Það er gott að þarna náðist saman, því það er auðvitað þarna sem á að leysa málin. Með frjálsum samningum þar sem aðilar ná saman.“ Morgunblaðið greinir jafnframt frá því að Katrín hafi verið í samskiptum við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara vegna málsins. Það hafi þó verið ríkissáttasemjara, en ekki hennar, að boða aðila á fund í deilunni. Mikilvægur áfangi fyrir Icelandair Katrín segir jafnframt að svo virðist sem samningurinn, sem kynntur verður fyrir félagsmönnum FFÍ á mánudag, sé mikilvægur liður í þeirri vegferð sem Icelandair er á. Félagið hyggur á hlutafjárútboð í næsta mánuði. „Ég ímynda mér að þetta sé mikilvægur áfangi fyrir félagið, að geta haldið áfram í sínu verkefni, sem er auðvitað að undirbúa hlutafjárútboð og tryggja það að bæði hluthafar og lánadrottnar komi að því verkefni að leggja félaginu til [fé].“ Þá segir hún stjórnvöld hafa lagt áherslu á að Icelandair héldi starfsemi sinni og kjarasamningum hérlendis. „Við höfum auðvitað lagt á það áherslu, stjórnvöld, allan tímann að það sé mikilvægt að ef ríkið eigi að koma að með sína ábyrgð að þá annars vegar takist vel upp í hlutafjárútboði og rökin fyrir því séu að hér sé einmitt félag með höfuðstöðvar á Íslandi og með íslenska kjarasamninga,“ segir forsætisráðherrann. Ánægjulegt sé að málinu sé lokið, en það hafi verið erfitt. „ Þetta mál fór auðvitað í mjög harðan hnút og ég vil bara ítreka það að sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er hversu mikilvægt það er að fólk útkljái svona mál við samningaborðið.“
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06
„Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18
Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09