„Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 03:18 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst að svo stöddu ekki geta tjáð sig mikið um smáatriði nýs kjarasamnings FFÍ og Icelandair sem undirritaður var í nótt, eða í hverju helstu breytingar frá síðasta samningi eru fólgnar. „Það eru ákveðin atriði sem eru gerðar áherslubreytingar á og skýrð betur og síðan er ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið í þessum nýja samning,“ segir Bogi í samtali við fréttastofu í Karphúsinu í nótt. Hann ítrekar að enn eigi eftir að kynna samninginn fyrir félagsmönnum FFÍ. Spurður hvort það hafi verið fljótfærni af hálfu félagsins að grípa til uppsagna á föstudaginn, sem vöktu mikil og hörð viðbrögð, segir Bogi svo ekki vera. „Nei alls ekki, við fórum í þær aðgerðir sem voru mjög erfiðar að sjálfsögðu, erfið ákvörðunartaka í þeirri stöðu sem við vorum í í gær [föstudag] og það var staðan sem var á borðinu í gær en nú er komin ný staða á borðið,“ segir Bogi. Var samningsstaða aðila að einhverju leyti frábrugðin því sem að var fyrir uppsagnirnar, var Icelandair í betri stöðu til að semja eftir þá ákvörðun? „Nei ég held ekki. Við vorum bara að bregðast við aðstæðum í gær [föstudag] og svo síðan halda áfram einhverjar þreifingar í dag og þetta endar svona, með samningi sem betur fer,“ svarar Bogi. Hann kveðst bjartsýnn á að flugfreyjur samþykki samninginn. Og þessi samningur, heldur þú að þetta sé stór liður í því að koma Icelandair út úr þeirri stöðu sem að hefur verið uppi síðustu vikur og mánuði? „Já þetta er mjög mikilvægur þáttur í því að ganga frá samningum við Flugfreyjufélag Íslands alveg eins og við erum búin að semja við Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugvirkjafélagið. Þannig að við höfum sagt það, að semja við allar flugstéttirnar til lengri tíma er gríðarlega mikilvægur þáttur í þessu verkefni sem við erum í,“ segir Bogi. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst að svo stöddu ekki geta tjáð sig mikið um smáatriði nýs kjarasamnings FFÍ og Icelandair sem undirritaður var í nótt, eða í hverju helstu breytingar frá síðasta samningi eru fólgnar. „Það eru ákveðin atriði sem eru gerðar áherslubreytingar á og skýrð betur og síðan er ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið í þessum nýja samning,“ segir Bogi í samtali við fréttastofu í Karphúsinu í nótt. Hann ítrekar að enn eigi eftir að kynna samninginn fyrir félagsmönnum FFÍ. Spurður hvort það hafi verið fljótfærni af hálfu félagsins að grípa til uppsagna á föstudaginn, sem vöktu mikil og hörð viðbrögð, segir Bogi svo ekki vera. „Nei alls ekki, við fórum í þær aðgerðir sem voru mjög erfiðar að sjálfsögðu, erfið ákvörðunartaka í þeirri stöðu sem við vorum í í gær [föstudag] og það var staðan sem var á borðinu í gær en nú er komin ný staða á borðið,“ segir Bogi. Var samningsstaða aðila að einhverju leyti frábrugðin því sem að var fyrir uppsagnirnar, var Icelandair í betri stöðu til að semja eftir þá ákvörðun? „Nei ég held ekki. Við vorum bara að bregðast við aðstæðum í gær [föstudag] og svo síðan halda áfram einhverjar þreifingar í dag og þetta endar svona, með samningi sem betur fer,“ svarar Bogi. Hann kveðst bjartsýnn á að flugfreyjur samþykki samninginn. Og þessi samningur, heldur þú að þetta sé stór liður í því að koma Icelandair út úr þeirri stöðu sem að hefur verið uppi síðustu vikur og mánuði? „Já þetta er mjög mikilvægur þáttur í því að ganga frá samningum við Flugfreyjufélag Íslands alveg eins og við erum búin að semja við Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugvirkjafélagið. Þannig að við höfum sagt það, að semja við allar flugstéttirnar til lengri tíma er gríðarlega mikilvægur þáttur í þessu verkefni sem við erum í,“ segir Bogi.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira