Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 03:06 Aðalsteinn var að vonum ánægður með niðurstöðu fundarins, sem lauk með undirritun kjarasamnings. Vísir/Vésteinn Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist telja að sameiginleg ástríða Flugfreyjufélags Íslands og stjórnenda Icelandair fyrir félaginu hafi verið lykillinn að því að samningar milli aðila næðust. Kjarasamningur milli FFÍ og Icelandair var undirritaður í Karphúsinu í nótt, en í gær tilkynnti Icelandair um viðræðuslit og uppsagnir á öllum flugfreyjum og þjónum félagsins. Uppsagnirnar voru dregnar til baka samhliða undirritun samningsins. Í samtali við fréttastofu í nótt sagðist Aðalsteinn alltaf hafa borið með sér þá von að aðilar myndu ná saman og undirrita samning. Samningur milli FFÍ og Icelandair var undirritaður 25. júní síðastliðinn, en félagsmenn Flugfreyjufélagsins kolfelldu þann samning. „Þetta hafa verið erfiðar og þungar viðræður í langan tíma og mikið gengið á, en að sama skapi hafa líka verið hreinskiptin og opin samskipti og sem betur fer tókst okkur að setjast niður aftur og klára þetta,“ sagði Aðalsteinn og bætti við að fundurinn hefði verið mjög góður. „Viðfangsefnin eru flókin en að sama skapi fann ég mjög sterkt í þessum viðræðum, jafnvel þó þær væru erfiðar, að það var mikil sameiginleg ástríða, beggja megin borðsins fyrir þessu félagi og mikill vilji til þess að standa við bakið á því. Það var það sem var driffjöðrin í þessum samningaviðræðum.“ Aðalsteinn vildi ekki tjá sig um hvort hann teldi að tilkynning Icelandair um viðræðuslit og uppsagnir hefðu þrýst enn frekar á að aðilar settust að samningaborðinu og kláruðu viðræðurnar með samningi. „Eins og ég segi þá gekk á ýmsu en undir niðri voru alltaf þessu sameiginlegu hagsmunir af því að ljúka þessu með samkomulagi og þessi sameiginlegi vilji til að standa að baki félaginu. Það skiptir mestu.“ Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist telja að sameiginleg ástríða Flugfreyjufélags Íslands og stjórnenda Icelandair fyrir félaginu hafi verið lykillinn að því að samningar milli aðila næðust. Kjarasamningur milli FFÍ og Icelandair var undirritaður í Karphúsinu í nótt, en í gær tilkynnti Icelandair um viðræðuslit og uppsagnir á öllum flugfreyjum og þjónum félagsins. Uppsagnirnar voru dregnar til baka samhliða undirritun samningsins. Í samtali við fréttastofu í nótt sagðist Aðalsteinn alltaf hafa borið með sér þá von að aðilar myndu ná saman og undirrita samning. Samningur milli FFÍ og Icelandair var undirritaður 25. júní síðastliðinn, en félagsmenn Flugfreyjufélagsins kolfelldu þann samning. „Þetta hafa verið erfiðar og þungar viðræður í langan tíma og mikið gengið á, en að sama skapi hafa líka verið hreinskiptin og opin samskipti og sem betur fer tókst okkur að setjast niður aftur og klára þetta,“ sagði Aðalsteinn og bætti við að fundurinn hefði verið mjög góður. „Viðfangsefnin eru flókin en að sama skapi fann ég mjög sterkt í þessum viðræðum, jafnvel þó þær væru erfiðar, að það var mikil sameiginleg ástríða, beggja megin borðsins fyrir þessu félagi og mikill vilji til þess að standa við bakið á því. Það var það sem var driffjöðrin í þessum samningaviðræðum.“ Aðalsteinn vildi ekki tjá sig um hvort hann teldi að tilkynning Icelandair um viðræðuslit og uppsagnir hefðu þrýst enn frekar á að aðilar settust að samningaborðinu og kláruðu viðræðurnar með samningi. „Eins og ég segi þá gekk á ýmsu en undir niðri voru alltaf þessu sameiginlegu hagsmunir af því að ljúka þessu með samkomulagi og þessi sameiginlegi vilji til að standa að baki félaginu. Það skiptir mestu.“
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira