„Sé ekki fyrir mér að kjaradeila við einstaka stéttir verði tilefni sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. júlí 2020 18:30 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sér ekki fyrir sér að kjaradeila flugfreyja verði tilefni til sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn. Formaður velferðarnefndar segir ríkisstjórnina eiga að senda flugfélaginu þau skilaboð að hegðun félagsins í garð flugfreyja verði ekki liðin. Icelandair sleit í gær kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og ætlar að semja við nýjan samningsaðila. Formaður Flugfreyjufélagsins gerir ráð fyrir að kjaradeilan endi á borði ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir þó að ríkisstjórnin hafi enga aðkomu að kjaraviðræðum Icelandair. Í skriflegu svari ráðherra til fréttastofu segir að ríkisstjórnin fylgist með framvindu fjárhagslegrar endurskipulagningar flugfélagsins en lengra nái það ekki. „Ríkisstjórnin hefur fylgst vel með framvindu vinnunnar við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair, en hefur enga aðkomu að samskiptum félagsins við kröfuhafa eða hluthafa og er ekki aðili að kjaraviðræðum félagsins. Það eru samningar á almennum markaði sem verða að hafa sinn gang. Ég sé ekki fyrir mér að kjaradeila við einstaka stéttir verði tilefni sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn,“ segir í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Mikið sé í húfi að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni. Á þeim grundvelli hafi ríkisstjórnin veitt vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, gangi fjárhagsleg endurskipulagning eftir. „Það er mikið í húfi fyrir samfélagið allt að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni og það var á þeim grundvelli sem ríkisstjórnin veitti vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, að því gefnu að áform um fjárhagslega endurskipulagningu gangi eftir. Það gerðum við í ljósi mikilvægis félagsins fyrir samgöngukerfi landsins og þeirra sérstöku aðstæðna sem skapast hafa. Við munum áfram fylgjast vel með.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir útspil Icelandair ömurlega aðför að verkalýðshreyfingunni. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm „Og forstjóri Icelandair lét fylgja með að hann væri til í að gera samninga við hverja og eina flugfreyju til hliðar við félagið og kljúfa þannig samstöðuna. Þetta er gróf aðför að verkalýðshreyfingunni. Maður getur ímyndað sér hvernig þetta verður í framhaldinu. Það eru lausir samningar víða og verður þetta bara línan? Að stóri og sterki aðilinn á markaði sparki si svona í stéttarfélag og lætur eins og samstaðan skipti ekki máli,“ segir Helga Vala. Henni finnst skrýtið að heyra lítið frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin er með á sínu borði að veita umtalsverðan viðbótarstuðning við þetta einstaka félag. Þær aðgerðir sem við samþykktum á Alþingi í vor og ríkisstjórnin fór snerust meira og minna um að bjarga Icelandair, þessu stóra og mikilvæga félagi í íslensku samfélagi. Þá getur ríkisstjórnin auðvitað sent þessu félagi skýr skilaboð að svona kemur maður ekki fram við vinnandi stéttir í kjarabaráttu. Flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár og þetta er óboðleg framkoma. Mér finnst að ríkisstjórnin eigi að senda skýr skilaboð núna til Icelandair um að þetta sé ekki liðið, þessi framkoma, því að stuðningi við félagið er ekki lokið,“ segir Helga Vala. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Fjármálaráðherra sér ekki fyrir sér að kjaradeila flugfreyja verði tilefni til sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn. Formaður velferðarnefndar segir ríkisstjórnina eiga að senda flugfélaginu þau skilaboð að hegðun félagsins í garð flugfreyja verði ekki liðin. Icelandair sleit í gær kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og ætlar að semja við nýjan samningsaðila. Formaður Flugfreyjufélagsins gerir ráð fyrir að kjaradeilan endi á borði ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir þó að ríkisstjórnin hafi enga aðkomu að kjaraviðræðum Icelandair. Í skriflegu svari ráðherra til fréttastofu segir að ríkisstjórnin fylgist með framvindu fjárhagslegrar endurskipulagningar flugfélagsins en lengra nái það ekki. „Ríkisstjórnin hefur fylgst vel með framvindu vinnunnar við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair, en hefur enga aðkomu að samskiptum félagsins við kröfuhafa eða hluthafa og er ekki aðili að kjaraviðræðum félagsins. Það eru samningar á almennum markaði sem verða að hafa sinn gang. Ég sé ekki fyrir mér að kjaradeila við einstaka stéttir verði tilefni sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn,“ segir í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Mikið sé í húfi að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni. Á þeim grundvelli hafi ríkisstjórnin veitt vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, gangi fjárhagsleg endurskipulagning eftir. „Það er mikið í húfi fyrir samfélagið allt að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni og það var á þeim grundvelli sem ríkisstjórnin veitti vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, að því gefnu að áform um fjárhagslega endurskipulagningu gangi eftir. Það gerðum við í ljósi mikilvægis félagsins fyrir samgöngukerfi landsins og þeirra sérstöku aðstæðna sem skapast hafa. Við munum áfram fylgjast vel með.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir útspil Icelandair ömurlega aðför að verkalýðshreyfingunni. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm „Og forstjóri Icelandair lét fylgja með að hann væri til í að gera samninga við hverja og eina flugfreyju til hliðar við félagið og kljúfa þannig samstöðuna. Þetta er gróf aðför að verkalýðshreyfingunni. Maður getur ímyndað sér hvernig þetta verður í framhaldinu. Það eru lausir samningar víða og verður þetta bara línan? Að stóri og sterki aðilinn á markaði sparki si svona í stéttarfélag og lætur eins og samstaðan skipti ekki máli,“ segir Helga Vala. Henni finnst skrýtið að heyra lítið frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin er með á sínu borði að veita umtalsverðan viðbótarstuðning við þetta einstaka félag. Þær aðgerðir sem við samþykktum á Alþingi í vor og ríkisstjórnin fór snerust meira og minna um að bjarga Icelandair, þessu stóra og mikilvæga félagi í íslensku samfélagi. Þá getur ríkisstjórnin auðvitað sent þessu félagi skýr skilaboð að svona kemur maður ekki fram við vinnandi stéttir í kjarabaráttu. Flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár og þetta er óboðleg framkoma. Mér finnst að ríkisstjórnin eigi að senda skýr skilaboð núna til Icelandair um að þetta sé ekki liðið, þessi framkoma, því að stuðningi við félagið er ekki lokið,“ segir Helga Vala.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira