Innlent

Víkingar taka á móti gestum við Gömlu Þingborg í Flóahreppi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Handverksdagur gamalla hefða fer fram við Gömlu Þingborg í Flóahreppi í dag frá klukkan 12:00 til 17:00.
Handverksdagur gamalla hefða fer fram við Gömlu Þingborg í Flóahreppi í dag frá klukkan 12:00 til 17:00. Víkingafélag Suðurlands

Víkingar verða á ferðinni í Flóanum í dag þar sem þeir ætla að sýna handverk gamalla hefði við Gömlu Þingborg í Flóahreppi. Víkingarnir munu sýna gestum og gangandi aðferðir eins og spjaldvefnað, spuna, vattarsaum, jurtalitun og glerperlugerð.

Það er Víkinga hópur Suðurlands, sem stendur á handversdegi gamalla hefða núna eftir hádegi á Gömlu Þingborg skammt frá Selfossi við þjóðveg númer eitt. Þar ætla víkingarnir að bjóða fólki að koma og njóta með þeim hefða í handverki líkt og stunduð var á tímum Víkinga. Fanndís Huld Valdimarsdóttir er yfir víkingur dagsins.

„Við erum víkingar, sem höfum rosalega gaman að handverki og viljum bara að fleiri njóti með okkur. Það verður kraumandi súpa yfir eldi í boði og við munum sýna spjaldvefnað, vattarsaum, spuna úr ull, jurtalitunarull og glerperlugerð svo eitthvað sé nefnt,“ segir Fanndís.

Gestir og gangandi fá m.a. að prófa glerperlugerð hjá Fanndís Huld.Víkingafélag Suðurlands

Fanndís segist finna fyrir góðri víkingastemmingu í landinu á þeim skrýtnu tímum sem við lifum á í dag. Hún segir að gestir dagsins geti fengið að fylgjast með nokkrum víkingum að störfum og það verður líka hægt að prófa glerperlugerðina.

„Í ár er ég búin að setja þetta upp þannig upp í glerperlugerðinni að ég tek að mér að aðstoða menn svo sem eitt stykki perlu hver.“

Fanndís segist eiga von á mikið af fólki á Gömlu Þingborg í dag enda margir á ferðinni og staðurinn staðsettur við þjóðveginn.

„Þetta er utandyra en svo erum við með tvær verslanir inn í húsinu, sem er með sitt lítið af hverju innandyra líka.“

Það er Víkingafélag Suðurlandi, Gallerí Flói og Ullarvinnslan í Þingborg sem standa fyrir deginum.Víkingafélag Suðurlands


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×