Fótbolti

Sif mælir með Sví­þjóð: „Erfiðara að fara til Frakk­lands eða Þýska­lands“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sif, Bára Kristbjörg og Margrét Lára í þættinum á fimmtudag.
Sif, Bára Kristbjörg og Margrét Lára í þættinum á fimmtudag. vísir/skjáskot

Sif Atladóttir, landsliðskona og leikmaður Kristianstads í sænska boltanum, mælir með því að íslenskir leikmenn sem ætli sér erlendis horfi til Svíþjóðar, því það líkist landslaginu hér heima.

Sif var gestur í Pepsi Max-mörkunum á fimmtudagskvöldið þar sem hún fór yfir víðan völl með Helenu Ólafsdóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur og Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur.

Sif var spurð út í hvort að hún mældi með því að leikmenn færu út og hversu stórt það skref væri.

„Ég held að skrefið að fara út, hvert sem það yrði, væri stórt. Þú þroskast sem persóna, færð nýtt sjónarhorn á lífið og sérð leikinn í allt öðru ljósi. Þú ert ekki í vernduðu umhverfi og þarft að stóla á sjálfan sig,“ sagði Sif.

„Svo er spurningin um hvert þú ferð undir þér komið. Hverju ertu að leita að? Mér finnst gott skref fyrir unga leikmenn að fara til Svíþjóðar. Þetta er nálægt Íslandi og þjóðin þekkir Íslendinga. Þetta eru frændur okkur og allt það og það er þægileg deild að fara í.“

„Svo er erfiðara að fara til Frakklands eða Þýskalands þar sem þú talar ekki tungumálið. Mér finnst Svíþjóð vera góður staður til að læra, eins og þú segir Margrét, það er taktísklega varnarlega gott fyrir þig. Að þurfa hugsa út frá skipulaginu en ekki bara: „Ég get unnið boltann!“ heldur hugsa hverjar eru afleiðingarnar ef ég skildi brjóta kassann.“

Allt innslagið með Sif má sjá hér að neðan þar sem hún ræðir m.a. um launin í sænska boltanum.

Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Sif um muninn á Íslandi og Svíþjóð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×