Anda léttar að sjá laxinn á ný í Andakílsá eftir umhverfisslys Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júlí 2020 22:32 Ragnhildur Helga Jónsdóttir, formaður Veiðifélags Andakílsár. Stöðvarhús Andakílsárvirkjunar í baksýn. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Eftir þriggja ára ördeyðu í Andakílsá vegna umhverfisslyss er veiði hafin að nýju í tilraunaskyni. Mokveiðin sem var í morgun bendir til að endurreisn árinnar sé að lukkast. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var vorið 2017 sem starfsmenn Orku náttúrunnar, sem unnu að viðhaldi stíflu Andakílsárvirkjunar, opnuðu fyrir botnlokur til að hleypa vatni úr inntakslóninu. Við það barst gríðarlegur aur niður farveginn og rústaði veiðistöðum. „Og gerði það að verkum að hér hrundi lífríkið algerlega, - gríðarlegt magn sem kom hingað niður eftir,“ segir Ragnhildur Helga Jónsdóttir, formaður Veiðifélags Andakílsár. „Síðan höfum við verið í því að lagfæra ána og gera hana veiðihæfa aftur.“ Búið er að moka upp úr hyljum, laga veiðistaði og sleppa miklum fjölda seiða. Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Byrjað var á tilraunaveiði í fyrradag og reyndir veiðimenn sem gjörþekkja ána fengnir til að prófa. Birgir Guðnason frá Akranesi var varla búinn að kasta þegar laxinn beit á agnið, rauða Frances-flugu. En hvernig líst honum á ána? „Ja. Svona þokkalega. Hún hefur lagast mikið frá því þetta skeði.“ -Og það hefur gengið bara vel hjá þér í morgun? „Já, það er búið að ganga vel í morgun, já. Þetta var áttundi laxinn sem við fáum í morgun,“ svarar Birgir. Hann vildi þó skýra þessa góðu veiði aðallega með því að áin hefði verið friðuð í allt sumar. Fleiri laxar bættust við á þeim skamma tíma sem við fylgdumst með og öllum sleppt eftir mælingu og skráningu. Laxarnir voru mældir áður en þeim var sleppt og allir skráðir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þótt gránað hefði í Skessuhorn og Skarðsheiði í morgun var sprækt folald, sem hljóp um árbakkann, meiri táknmynd endurreisnar Andakílsár. „Ja, við getum sagt að við öndum svolítið léttar. Eftir mjög mikla vinnu í þrjú ár þá sjáum við að það er kominn þónokkur fiskur í ána. Og það er töluvert sem búið er að taka nú þegar. Þannig að við getum að minnsta kosti vonast til að hún sé að þokast í rétta átt,“ segir Ragnhildur. Birgir hefur veitt í Andakílsá í sextíu ár og þar fékk hann sinn fyrsta lax. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg á. Þægilegt. Ég byrjaði að koma hérna sem krakki, bara með pabba. Hann byrjaði að veiða hérna 1946 og veiddi sinn síðasta lax hérna 95 ára gamall,“ segir Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skorradalshreppur Borgarbyggð Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Stangveiði Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Eftir þriggja ára ördeyðu í Andakílsá vegna umhverfisslyss er veiði hafin að nýju í tilraunaskyni. Mokveiðin sem var í morgun bendir til að endurreisn árinnar sé að lukkast. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var vorið 2017 sem starfsmenn Orku náttúrunnar, sem unnu að viðhaldi stíflu Andakílsárvirkjunar, opnuðu fyrir botnlokur til að hleypa vatni úr inntakslóninu. Við það barst gríðarlegur aur niður farveginn og rústaði veiðistöðum. „Og gerði það að verkum að hér hrundi lífríkið algerlega, - gríðarlegt magn sem kom hingað niður eftir,“ segir Ragnhildur Helga Jónsdóttir, formaður Veiðifélags Andakílsár. „Síðan höfum við verið í því að lagfæra ána og gera hana veiðihæfa aftur.“ Búið er að moka upp úr hyljum, laga veiðistaði og sleppa miklum fjölda seiða. Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Byrjað var á tilraunaveiði í fyrradag og reyndir veiðimenn sem gjörþekkja ána fengnir til að prófa. Birgir Guðnason frá Akranesi var varla búinn að kasta þegar laxinn beit á agnið, rauða Frances-flugu. En hvernig líst honum á ána? „Ja. Svona þokkalega. Hún hefur lagast mikið frá því þetta skeði.“ -Og það hefur gengið bara vel hjá þér í morgun? „Já, það er búið að ganga vel í morgun, já. Þetta var áttundi laxinn sem við fáum í morgun,“ svarar Birgir. Hann vildi þó skýra þessa góðu veiði aðallega með því að áin hefði verið friðuð í allt sumar. Fleiri laxar bættust við á þeim skamma tíma sem við fylgdumst með og öllum sleppt eftir mælingu og skráningu. Laxarnir voru mældir áður en þeim var sleppt og allir skráðir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þótt gránað hefði í Skessuhorn og Skarðsheiði í morgun var sprækt folald, sem hljóp um árbakkann, meiri táknmynd endurreisnar Andakílsár. „Ja, við getum sagt að við öndum svolítið léttar. Eftir mjög mikla vinnu í þrjú ár þá sjáum við að það er kominn þónokkur fiskur í ána. Og það er töluvert sem búið er að taka nú þegar. Þannig að við getum að minnsta kosti vonast til að hún sé að þokast í rétta átt,“ segir Ragnhildur. Birgir hefur veitt í Andakílsá í sextíu ár og þar fékk hann sinn fyrsta lax. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg á. Þægilegt. Ég byrjaði að koma hérna sem krakki, bara með pabba. Hann byrjaði að veiða hérna 1946 og veiddi sinn síðasta lax hérna 95 ára gamall,“ segir Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skorradalshreppur Borgarbyggð Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Stangveiði Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira