Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Sylvía Hall og Telma Tómasson skrifa 17. júlí 2020 07:13 Mikið vatnsveður var og er á svæðinu og varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Veðurstofan Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær, en appelsínugul viðvörun er á Vestfjörðum og Norðurlandi. Mikið vatnsveður var í gærkvöldi og er enn á svæðinu og varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Ferðamenn eru varaðir við því að vöð geti verið varhugaverð eða jafnvel ófær í kjölfarið. Snarpar vindhviður geta áfram verið á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Kjalarnesi nú í bítið. Í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frá því í nótt segir að talsverð úrkoma sé á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Rennsli í Hvalá í Ófeigsfirði mælist yfir 200 ára flóðþröskuldi og megi búast við því að hún haldi áfram að hækka með áframhaldandi úrkomu. Einnig er spáð mikilli úrkomu á Tröllaskaga í dag. Þá er einnig búist við mikilli úrkomu og leysingum við Mýrdalsjökul og sunnanverðan Vatnajökul, með hækkandi vatnshæð og miklu rennsli í lækjum og ám. Vöð geta orðið varasöm og ferðafólk hvatt til þess að sýna aðgát við óbrúaðar ár. Getur orðið hættulegt að hundsa tilmæli Elín Jónasdóttir veðurfræðingur biðlar til fólks að fylgja tilmælum Veðurstofunnar og Almannavarna til ferðafólks og almennings. Það sé varasamt að fara ýmsar vinsælar gönguleiðir í því veðri sem gengur nú yfir og bendir á aukna skriðuhættu á norðanverðu landinu þegar bætir í rigningu. Fyrir sé mikil skriðuhætta á svæðinu vegna jarðskjálfta. Að gefnu tilefni: Myndir af fólki ( í löngum göngum) merktar "veður er bara hugarfar" eða annað af þeim toga geta verið hættulegar og grafið undan skilaboðum VÍ og Almannavarna til ferðafólks og almennings. #lægðin #veðrið #gulviðvörun https://t.co/nAksGv0EqW— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) July 15, 2020 Mikilli úrkomu er spáð um allt norðanvert landið í dag og á morgun. Kólnað hefur í veðri og getur slyddað eða snjóað til fjalla á þessum stöðum, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Jafnframt segir það að ansi hvasst sé á Vestfjörðum og Breiðafirði og hafi hviður mælst allt að 40 metra á sekúndu á þessum svæðum í nótt. Veðrinu slotar á laugardagskvöld og sunnudag þegar lægðin færist lengra til austurs. Veður Tengdar fréttir Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær, en appelsínugul viðvörun er á Vestfjörðum og Norðurlandi. Mikið vatnsveður var í gærkvöldi og er enn á svæðinu og varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Ferðamenn eru varaðir við því að vöð geti verið varhugaverð eða jafnvel ófær í kjölfarið. Snarpar vindhviður geta áfram verið á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Kjalarnesi nú í bítið. Í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frá því í nótt segir að talsverð úrkoma sé á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Rennsli í Hvalá í Ófeigsfirði mælist yfir 200 ára flóðþröskuldi og megi búast við því að hún haldi áfram að hækka með áframhaldandi úrkomu. Einnig er spáð mikilli úrkomu á Tröllaskaga í dag. Þá er einnig búist við mikilli úrkomu og leysingum við Mýrdalsjökul og sunnanverðan Vatnajökul, með hækkandi vatnshæð og miklu rennsli í lækjum og ám. Vöð geta orðið varasöm og ferðafólk hvatt til þess að sýna aðgát við óbrúaðar ár. Getur orðið hættulegt að hundsa tilmæli Elín Jónasdóttir veðurfræðingur biðlar til fólks að fylgja tilmælum Veðurstofunnar og Almannavarna til ferðafólks og almennings. Það sé varasamt að fara ýmsar vinsælar gönguleiðir í því veðri sem gengur nú yfir og bendir á aukna skriðuhættu á norðanverðu landinu þegar bætir í rigningu. Fyrir sé mikil skriðuhætta á svæðinu vegna jarðskjálfta. Að gefnu tilefni: Myndir af fólki ( í löngum göngum) merktar "veður er bara hugarfar" eða annað af þeim toga geta verið hættulegar og grafið undan skilaboðum VÍ og Almannavarna til ferðafólks og almennings. #lægðin #veðrið #gulviðvörun https://t.co/nAksGv0EqW— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) July 15, 2020 Mikilli úrkomu er spáð um allt norðanvert landið í dag og á morgun. Kólnað hefur í veðri og getur slyddað eða snjóað til fjalla á þessum stöðum, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Jafnframt segir það að ansi hvasst sé á Vestfjörðum og Breiðafirði og hafi hviður mælst allt að 40 metra á sekúndu á þessum svæðum í nótt. Veðrinu slotar á laugardagskvöld og sunnudag þegar lægðin færist lengra til austurs.
Veður Tengdar fréttir Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55