Innlent

Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. Nú mega 500 manns koma saman en á fundi almannavarna í dag sagði Þórólfur að í ljósi þess að ekkert innanlandssmit hafi greinst undanfarnar tvær vikur geti hann mælt með því við ráðherra að auka fjöldann í 1000 manns.

Þá sagðist hann jafnframt telja tilefni til að lengja afgreiðslutíma skemmistaða eftir verslunarmannahelgi. Nú mega þeir hafa opið til klukkan 23 en Þórólfur nefndi ekki hversu mikið hann myndi vilja rýmka opnunartímann í næstu atrennu.

Þessar tilslakanir væru þó háðar því að ekki verði bakslag í baráttunni við faraldurinn.

Þórólfur viðraði þessar hugmyndir á almannavarnafundi dagsins en hann segist ekki vera búinn að taka endanlega ákvörðun í þessum efnum. Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 26. júlí og þyrfti ráðherra að skrifa upp á frekari tilslakanir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×