Fótbolti

UEFA gæti bannað á­horf­endur á Eng­lands­leikinn í Laugar­dalnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslenskir áhorfendur studdu vel við bakið á strákunum okkar í Frakklandi.
Íslenskir áhorfendur studdu vel við bakið á strákunum okkar í Frakklandi. vísir/getty

KSÍ vonast eftir því að fá leyfi til þess að áhorfendur fái að mæta á leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í september en UEFA gæti þó komið í veg fyrir það.

England mætir í Laugardalinn í byrjun september en spilað verður á Laugardalsvelli 5. september. Þremur dögum síðar fer svo enska landsliðið til Danmerkur þar sem þeir mæta heimamönnum.

Í frétt The Sun er rætt um hvort áhorfendur verði á leiknum hér á landi í september. Þar segir að Ísland sé byrjað að hleypa áhorfendum á völlinn þó að meðalfjöldinn sé einungis í kringum þúsund manns, eins og segir í frétt blaðsins.

KSÍ vonast eftir því að hleypa að minnsta kosti fimm þúsund áhorfendum inn á leikinn í september sem verður fyrsta viðureign þjóðanna eftir að Ísland vann England á EM 2016 í Frakklandi.

„Við erum að vonast eftir því að fá leyfi fyrir stuðningsmenn en við erum að bíða eftir leyfi frá UEFA,“ er haft eftir KSÍ í fréttinni.

UEFA fundar í næstu viku og þar gæti sambandið lagt bann á alla áhorfendur í september leikjunum en þar segir að hvorki enska landsliðið né teymið í kringum liðið þurfi í sóttkví við komuna hingað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×