Viðurkenning á mikilvægi þessa mynda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. júlí 2020 21:45 Ragnar Axelsson á vettvangi. „Ég er bara mjög ánægður því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem maður hefur haft trú á alla tíð, mikilvægi þess að „documenta“ lífið á Norðurslóðum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, en í dag var tilkynnt að hann væri tilnefndur til Leica ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin kallast The Leica Oskar Barnack Award og eru alþjóðleg ljósmyndaverðlaun sem veitt hafa verið síðan árið 1980. 12 ljósmyndarar eru tilnefndir að þessu sinni en Ragnar er tilnefndur fyrir verkefnið Arctic Heroes – Where the world is melting. Ragnar er nú að ganga til liðs við Vísi, en í mars hætti hann hjá Morgunblaðinu eftir að hafa starfað þar samfleytt í 44 ár. „Ég er auðvitað mjög glaður að geta einbeitt mér að því mynda áfram eins og ég hef verið að gera,“ segir hann um þessa breytingu. Nú þegar eru í framleiðslu á Vísi viðtalsþættir um þekktustu ljósmyndir RAX og fara þeir í loftið hér á vefnum í næsta mánuði. Arctic Heroes – Where the world is melting eru myndir sem teknar voru á Grænlandi en hann hefur í áratugi myndað lífið á Norðurslóðum. RAX myndaði í þessu tilfelli sleðahundana og einnig lifnaðarhættina á svæðinu, sem allt gæti horfið í náinni framtíð vegna hlýnunar jarðar og bráðnun jöklanna. Mynd úr verkefninu Artic HeroesMynd/RAX „Verkefnið er bók sem kemur svo út í október,“ segir RAX en bókin verður gefin út hér á landi af forlaginu hans Qerndu og víða um heiminn af forlaginu Kerrer. „Þetta er arfleið sem breytist hratt, hvort sem það er af okkar völdum eða náttúrulegum orsökum. Lífið á Norðurslóðum er að breytast. Hetjurnar í þessu verkefni eru bæði veiðimenn og hundarnir. Þeir eru búnir að halda í þeim lífinu í 4.000 ár og hefur fækkað úr 30.000 í 11.000 núna.“ RAX er einn fremsti ljósmyndari landsins og marg verðlaunaður. Hann hefur myndað marga mikilvæga viðburði Íslandssögunnar og auk þess gefið út fjölda einstakra ljósmyndabóka sem hafa hlotið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis eins og Andlit norðursins, Jöklar og margar fleiri. Það er því ljóst að af nógu er að taka í þessum nýju þáttum á Vísi og spanna sögurnar allan feril ljósmyndarans en nánar verður sagt frá verkefninu þegar nær dregur. Ljósmyndun Norðurslóðir Grænland RAX Tengdar fréttir RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48 Írís, RAX og Páll Óskar í Bítinu Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. 17. apríl 2020 06:31 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Fleiri fréttir „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Sjá meira
„Ég er bara mjög ánægður því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem maður hefur haft trú á alla tíð, mikilvægi þess að „documenta“ lífið á Norðurslóðum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, en í dag var tilkynnt að hann væri tilnefndur til Leica ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin kallast The Leica Oskar Barnack Award og eru alþjóðleg ljósmyndaverðlaun sem veitt hafa verið síðan árið 1980. 12 ljósmyndarar eru tilnefndir að þessu sinni en Ragnar er tilnefndur fyrir verkefnið Arctic Heroes – Where the world is melting. Ragnar er nú að ganga til liðs við Vísi, en í mars hætti hann hjá Morgunblaðinu eftir að hafa starfað þar samfleytt í 44 ár. „Ég er auðvitað mjög glaður að geta einbeitt mér að því mynda áfram eins og ég hef verið að gera,“ segir hann um þessa breytingu. Nú þegar eru í framleiðslu á Vísi viðtalsþættir um þekktustu ljósmyndir RAX og fara þeir í loftið hér á vefnum í næsta mánuði. Arctic Heroes – Where the world is melting eru myndir sem teknar voru á Grænlandi en hann hefur í áratugi myndað lífið á Norðurslóðum. RAX myndaði í þessu tilfelli sleðahundana og einnig lifnaðarhættina á svæðinu, sem allt gæti horfið í náinni framtíð vegna hlýnunar jarðar og bráðnun jöklanna. Mynd úr verkefninu Artic HeroesMynd/RAX „Verkefnið er bók sem kemur svo út í október,“ segir RAX en bókin verður gefin út hér á landi af forlaginu hans Qerndu og víða um heiminn af forlaginu Kerrer. „Þetta er arfleið sem breytist hratt, hvort sem það er af okkar völdum eða náttúrulegum orsökum. Lífið á Norðurslóðum er að breytast. Hetjurnar í þessu verkefni eru bæði veiðimenn og hundarnir. Þeir eru búnir að halda í þeim lífinu í 4.000 ár og hefur fækkað úr 30.000 í 11.000 núna.“ RAX er einn fremsti ljósmyndari landsins og marg verðlaunaður. Hann hefur myndað marga mikilvæga viðburði Íslandssögunnar og auk þess gefið út fjölda einstakra ljósmyndabóka sem hafa hlotið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis eins og Andlit norðursins, Jöklar og margar fleiri. Það er því ljóst að af nógu er að taka í þessum nýju þáttum á Vísi og spanna sögurnar allan feril ljósmyndarans en nánar verður sagt frá verkefninu þegar nær dregur.
Ljósmyndun Norðurslóðir Grænland RAX Tengdar fréttir RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48 Írís, RAX og Páll Óskar í Bítinu Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. 17. apríl 2020 06:31 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Fleiri fréttir „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Sjá meira
RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48
Írís, RAX og Páll Óskar í Bítinu Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. 17. apríl 2020 06:31