Innlent

Írís, RAX og Páll Óskar í Bítinu

Atli Ísleifsson skrifar
Gulli Helga og Heimir Karlsson.
Gulli Helga og Heimir Karlsson. Vísir/Vilhelm

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, mun ræða við þá Gulla og Heimi í Bítinu í þætti dagsins þar sem tekin verður staðan á Þjóðhátíð á tímum kórónuveirufaraldurs og hvaða áhrif þetta hefur á rekstur íþróttafélagsins í bænum.

Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. Hægt er að fylgjast með þættinum á Bylgjunni og sömuleiðis sjónvarpsútsendingu úr útvarpsstúdíóinu hér á Vísi og á rásinni Stöð 2 Vísi í sjónvarpi.

Rætt verður við Hall Methúsalem Hallsson sem var á einu þeirra skemmtiferðaskipi úti í heimi þar sem smit kom upp. Var hann fastur á skipinu í rúman mánuð á skipinu og er hann nýkominn heim eftir miklar krókaleiðir.

Gunnar á Völlum og Sigmar Vilhjálmsson mæta í þáttinn og fara yfir fréttir vikunnar, auk þess að rætt verður við Hilmar B. Jónsson kokk sem býr nú á Spáni og var lengi kokkur á Bessastöðum í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur.

Þá verður rætt við ljósmyndarann Ragnar Axelsson (RAX) sem myndar nú náttúru Íslands á tímum Covid-19.

Í lok þáttar mætir svo sjálfur Páll Óskar Hjálmtýsson.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×