Erlent

Eldur kviknaði í sjö írönskum skipum í höfn

Kjartan Kjartansson skrifar
Sprenging sem varð í íbúðarblokk þar sem heilsugæslustöð var til húsa í Teheran í byrjun júlí. Talið er að nítján manns hafi farist. Röð óútskýrðra sprenginga og eldsvoða hefur komið upp víða um Íran undanfarnar vikur.
Sprenging sem varð í íbúðarblokk þar sem heilsugæslustöð var til húsa í Teheran í byrjun júlí. Talið er að nítján manns hafi farist. Röð óútskýrðra sprenginga og eldsvoða hefur komið upp víða um Íran undanfarnar vikur. Vísir/EPA

Engan sakaði þegar eldur kom upp í sjö skipum í slippi í höfn í Bushehr í sunnanverðu Íran í dag. Uppákoman bætist í röð atvika sem ekki hefur fengist skýring á undanfarnar vikur og hefur leitt til vangaveltna um skemmdarverk.

Orsök brunans liggja ekki fyrir en yfirvöld segja að slökkviliðsmenn hafi náð tökum á eldinum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Á mánudag braust eldur út á iðnaðarsvæði við borgina Mashhad í norðaustanverðu Íran. Eldur komst í sex gastanka og einn þeirra sprakk, að sögn embættismanna. Daginn áður hafði eldur komið upp í olíuvinnslustöð í Mahshahr-héraði sem rakið var til olíuleka. Á laugardag sprungu nokkrir gaskútar í kjallara íbúðarblokkar í Teheran. Áður hafði sprenging orðið í úranauðgunarstöð og skemmt nýja skilvindu.

Írönsk yfirvöld segja rannsaka hvort að skemmdarverk erlendra útsendara eða innlendra andófsmanna séu orsök sprengingarinnar í Natanz-kjarnorkustöðinni 2. júlí og í Khojir-eldflaugaverksmiðjunnar 26. júní.


Tengdar fréttir

Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana

Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar.

Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots

Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva.

„At­vik“ í úranauðgunar­stöð í Íran

Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×