Guðbjörg komst að því í landsliðsferð að meðferðin hafði klikkað og brotnaði niður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 09:30 Ísland - Tékkland. Undankeppni HM 2019 kvenna. Knattspyrna, fótbolti, sumarið 2018. Foto: Vilhelm Gunnarsson Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir og kærasta hennar Mia Jalkerud eignuðust saman tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan og þær ræða barnalukku sína í nýju opinskáu viðtali við Aftonbladet. Guðbjörg gekk með börnin, William og Oliviu en er nú aftur byrjuð að æfa með Djurgården liðinu. Mia Jalkerud, sem var fyrirliði og aðalmarkaskorari Djurgården, hefur aftur á móti ekkert spilað með liðinu og er samningslaus. Hún þurfti að taka sér frí frá boltanum þegar fjölgaði skyndilega um tvo í fjölskyldunni. Guðbjörg Gunnarsdóttir segir í viðtalinu meðal annars frá tilraunum sínum við að verða ófrísk en það tók hana þrjú ár sem reyndu mikið á hana. Tänker jävlar vad sjuk i huvudet man är https://t.co/ZvkdchYr8o— Sportbladet (@sportbladet) July 14, 2020 Eitt það erfiðasta var að Guðbjörg þurfti að gera allt í felum og hún þurfti því að vera að æfa á fullum krafti á sama tíma og hún var að fara í gegnum krefjandi meðferðir. Guðbjörg íhugaði það að hætta að spila fótbolta til að auka líkurnar á því að hún yrði ólétt. Glasafrjóvgunarmeðferðirnar reyndu mikið á hana og hún þorði ekki að segja neinum frá þeim hjá félaginu og landsliðinu af ótta að hún myndi missa sæti sitt í liðunum. Það var oft mjög erfitt að mæta á æfingar á meðan þær stóðu yfir. „Svo gerir maður sjálfan sig brjálaðan með því að hugsa þannig að þú sért ekki að verða ófrísk af því að þú varst á fullu á æfingu,“ sagði Guðbjörg en bætti við: „En hvað verð ég þá ef ég er hætt í fótbolta og get samt ekki orðið ófrísk,“ sagði Guðbjörg. Alveg eins og kraftaverk „Þetta var síðan alveg eins og kraftaverk. Ég hafði sagt að þetta yrði síðasta skiptið sem ég myndi reyna. Svo fórum við í próf og komust að því að við ættum von á tvíburum. Þetta varð því að gleðilegri sögu,“ sagði Guðbjörg. „Þetta er ekki bara andlegt. Þú þarft að sprauta þig mikið og þú bólgnar upp. Svo þarf að ná í eggin og þá eru flestir í veikindaleyfi en ég þurfti að fara á æfingu, sagði Guðbjörg og Mia Jalkerud bætir við: „Það er kannski möguleiki að segja tvisvar sinnum að þú sért veik en svo verður þú bara að bíta á jaxlinn, mæta og láta sem ekkert sé, sagði Mia. Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur upplifað mikið á sínum ferli og farið með íslenska landsliðinu á stórmót.Vísir/Daníel Þór Guðbjörg vildi alls ekki segja neinum frá af ótta við afleiðingarnar. Hún komst þó ekki hjá því í einni landsliðsferðinni. Guðbjörg var stödd á Algarve mótinu í Portúgal og komst þá að því að hún væri komin á túr. Um leið vissi hún að meðferðin hafði misheppnast. Herbergisfélagi hennar og tvær aðrar fengu að vita hvað væri í gangi. „Ég gat hvergi falið mig og var algjörlega niðurbrotin,“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg fór líka yfir hversu kvíðin hún var fyrir því að láta þjálfara Djurgården vita af óléttunni og samviskubitið sem kom yfir hana að Djurgården þyrfti nú að finna sér nýjan aðalmarkvörð. Mia Jalkerud er ekki sátt við Djurgården sem hefur ekki verið í sambandi við hana. „Ég hef gefið Djurgården mikið í gegnum árin og er því svolítið leið að þeir hafi ekkert heyrt í mér,“ sagði Mia Jalkerud sem hefur því einbeitt sér að móðurhlutverkinu síðan börnin komu í heiminn. Kannski þegar börnin okkar fara að spila Guðbjörg ræddi líka það að það koma aldrei til greina hjá henni að reyna að verða ófrísk fyrr en að hún væri búin að skapa sér nafn í fótboltanum. „Þú ert ekki með glæsilega ferilskrá þegar þú er 20 til 25 ára. Af hverju ætti félagið að fjárfesta í þér þá,“ spyr Guðbjörg. Hún vill vekja Svía til umhugsunar um stöðu fótboltakvenna þegar kemur að barneignum en er ekki viss um að það breytist mikið á hennar tíma. „Kannski ekki á okkar tíma en vonandi þegar börnin okkar fara að spila,“ sagði Guðbjörg. Það má finna allt viðtalið við þær með því að smella hér. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir og kærasta hennar Mia Jalkerud eignuðust saman tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan og þær ræða barnalukku sína í nýju opinskáu viðtali við Aftonbladet. Guðbjörg gekk með börnin, William og Oliviu en er nú aftur byrjuð að æfa með Djurgården liðinu. Mia Jalkerud, sem var fyrirliði og aðalmarkaskorari Djurgården, hefur aftur á móti ekkert spilað með liðinu og er samningslaus. Hún þurfti að taka sér frí frá boltanum þegar fjölgaði skyndilega um tvo í fjölskyldunni. Guðbjörg Gunnarsdóttir segir í viðtalinu meðal annars frá tilraunum sínum við að verða ófrísk en það tók hana þrjú ár sem reyndu mikið á hana. Tänker jävlar vad sjuk i huvudet man är https://t.co/ZvkdchYr8o— Sportbladet (@sportbladet) July 14, 2020 Eitt það erfiðasta var að Guðbjörg þurfti að gera allt í felum og hún þurfti því að vera að æfa á fullum krafti á sama tíma og hún var að fara í gegnum krefjandi meðferðir. Guðbjörg íhugaði það að hætta að spila fótbolta til að auka líkurnar á því að hún yrði ólétt. Glasafrjóvgunarmeðferðirnar reyndu mikið á hana og hún þorði ekki að segja neinum frá þeim hjá félaginu og landsliðinu af ótta að hún myndi missa sæti sitt í liðunum. Það var oft mjög erfitt að mæta á æfingar á meðan þær stóðu yfir. „Svo gerir maður sjálfan sig brjálaðan með því að hugsa þannig að þú sért ekki að verða ófrísk af því að þú varst á fullu á æfingu,“ sagði Guðbjörg en bætti við: „En hvað verð ég þá ef ég er hætt í fótbolta og get samt ekki orðið ófrísk,“ sagði Guðbjörg. Alveg eins og kraftaverk „Þetta var síðan alveg eins og kraftaverk. Ég hafði sagt að þetta yrði síðasta skiptið sem ég myndi reyna. Svo fórum við í próf og komust að því að við ættum von á tvíburum. Þetta varð því að gleðilegri sögu,“ sagði Guðbjörg. „Þetta er ekki bara andlegt. Þú þarft að sprauta þig mikið og þú bólgnar upp. Svo þarf að ná í eggin og þá eru flestir í veikindaleyfi en ég þurfti að fara á æfingu, sagði Guðbjörg og Mia Jalkerud bætir við: „Það er kannski möguleiki að segja tvisvar sinnum að þú sért veik en svo verður þú bara að bíta á jaxlinn, mæta og láta sem ekkert sé, sagði Mia. Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur upplifað mikið á sínum ferli og farið með íslenska landsliðinu á stórmót.Vísir/Daníel Þór Guðbjörg vildi alls ekki segja neinum frá af ótta við afleiðingarnar. Hún komst þó ekki hjá því í einni landsliðsferðinni. Guðbjörg var stödd á Algarve mótinu í Portúgal og komst þá að því að hún væri komin á túr. Um leið vissi hún að meðferðin hafði misheppnast. Herbergisfélagi hennar og tvær aðrar fengu að vita hvað væri í gangi. „Ég gat hvergi falið mig og var algjörlega niðurbrotin,“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg fór líka yfir hversu kvíðin hún var fyrir því að láta þjálfara Djurgården vita af óléttunni og samviskubitið sem kom yfir hana að Djurgården þyrfti nú að finna sér nýjan aðalmarkvörð. Mia Jalkerud er ekki sátt við Djurgården sem hefur ekki verið í sambandi við hana. „Ég hef gefið Djurgården mikið í gegnum árin og er því svolítið leið að þeir hafi ekkert heyrt í mér,“ sagði Mia Jalkerud sem hefur því einbeitt sér að móðurhlutverkinu síðan börnin komu í heiminn. Kannski þegar börnin okkar fara að spila Guðbjörg ræddi líka það að það koma aldrei til greina hjá henni að reyna að verða ófrísk fyrr en að hún væri búin að skapa sér nafn í fótboltanum. „Þú ert ekki með glæsilega ferilskrá þegar þú er 20 til 25 ára. Af hverju ætti félagið að fjárfesta í þér þá,“ spyr Guðbjörg. Hún vill vekja Svía til umhugsunar um stöðu fótboltakvenna þegar kemur að barneignum en er ekki viss um að það breytist mikið á hennar tíma. „Kannski ekki á okkar tíma en vonandi þegar börnin okkar fara að spila,“ sagði Guðbjörg. Það má finna allt viðtalið við þær með því að smella hér.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn