Guðbjörg komst að því í landsliðsferð að meðferðin hafði klikkað og brotnaði niður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 09:30 Ísland - Tékkland. Undankeppni HM 2019 kvenna. Knattspyrna, fótbolti, sumarið 2018. Foto: Vilhelm Gunnarsson Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir og kærasta hennar Mia Jalkerud eignuðust saman tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan og þær ræða barnalukku sína í nýju opinskáu viðtali við Aftonbladet. Guðbjörg gekk með börnin, William og Oliviu en er nú aftur byrjuð að æfa með Djurgården liðinu. Mia Jalkerud, sem var fyrirliði og aðalmarkaskorari Djurgården, hefur aftur á móti ekkert spilað með liðinu og er samningslaus. Hún þurfti að taka sér frí frá boltanum þegar fjölgaði skyndilega um tvo í fjölskyldunni. Guðbjörg Gunnarsdóttir segir í viðtalinu meðal annars frá tilraunum sínum við að verða ófrísk en það tók hana þrjú ár sem reyndu mikið á hana. Tänker jävlar vad sjuk i huvudet man är https://t.co/ZvkdchYr8o— Sportbladet (@sportbladet) July 14, 2020 Eitt það erfiðasta var að Guðbjörg þurfti að gera allt í felum og hún þurfti því að vera að æfa á fullum krafti á sama tíma og hún var að fara í gegnum krefjandi meðferðir. Guðbjörg íhugaði það að hætta að spila fótbolta til að auka líkurnar á því að hún yrði ólétt. Glasafrjóvgunarmeðferðirnar reyndu mikið á hana og hún þorði ekki að segja neinum frá þeim hjá félaginu og landsliðinu af ótta að hún myndi missa sæti sitt í liðunum. Það var oft mjög erfitt að mæta á æfingar á meðan þær stóðu yfir. „Svo gerir maður sjálfan sig brjálaðan með því að hugsa þannig að þú sért ekki að verða ófrísk af því að þú varst á fullu á æfingu,“ sagði Guðbjörg en bætti við: „En hvað verð ég þá ef ég er hætt í fótbolta og get samt ekki orðið ófrísk,“ sagði Guðbjörg. Alveg eins og kraftaverk „Þetta var síðan alveg eins og kraftaverk. Ég hafði sagt að þetta yrði síðasta skiptið sem ég myndi reyna. Svo fórum við í próf og komust að því að við ættum von á tvíburum. Þetta varð því að gleðilegri sögu,“ sagði Guðbjörg. „Þetta er ekki bara andlegt. Þú þarft að sprauta þig mikið og þú bólgnar upp. Svo þarf að ná í eggin og þá eru flestir í veikindaleyfi en ég þurfti að fara á æfingu, sagði Guðbjörg og Mia Jalkerud bætir við: „Það er kannski möguleiki að segja tvisvar sinnum að þú sért veik en svo verður þú bara að bíta á jaxlinn, mæta og láta sem ekkert sé, sagði Mia. Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur upplifað mikið á sínum ferli og farið með íslenska landsliðinu á stórmót.Vísir/Daníel Þór Guðbjörg vildi alls ekki segja neinum frá af ótta við afleiðingarnar. Hún komst þó ekki hjá því í einni landsliðsferðinni. Guðbjörg var stödd á Algarve mótinu í Portúgal og komst þá að því að hún væri komin á túr. Um leið vissi hún að meðferðin hafði misheppnast. Herbergisfélagi hennar og tvær aðrar fengu að vita hvað væri í gangi. „Ég gat hvergi falið mig og var algjörlega niðurbrotin,“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg fór líka yfir hversu kvíðin hún var fyrir því að láta þjálfara Djurgården vita af óléttunni og samviskubitið sem kom yfir hana að Djurgården þyrfti nú að finna sér nýjan aðalmarkvörð. Mia Jalkerud er ekki sátt við Djurgården sem hefur ekki verið í sambandi við hana. „Ég hef gefið Djurgården mikið í gegnum árin og er því svolítið leið að þeir hafi ekkert heyrt í mér,“ sagði Mia Jalkerud sem hefur því einbeitt sér að móðurhlutverkinu síðan börnin komu í heiminn. Kannski þegar börnin okkar fara að spila Guðbjörg ræddi líka það að það koma aldrei til greina hjá henni að reyna að verða ófrísk fyrr en að hún væri búin að skapa sér nafn í fótboltanum. „Þú ert ekki með glæsilega ferilskrá þegar þú er 20 til 25 ára. Af hverju ætti félagið að fjárfesta í þér þá,“ spyr Guðbjörg. Hún vill vekja Svía til umhugsunar um stöðu fótboltakvenna þegar kemur að barneignum en er ekki viss um að það breytist mikið á hennar tíma. „Kannski ekki á okkar tíma en vonandi þegar börnin okkar fara að spila,“ sagði Guðbjörg. Það má finna allt viðtalið við þær með því að smella hér. Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Sjá meira
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir og kærasta hennar Mia Jalkerud eignuðust saman tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan og þær ræða barnalukku sína í nýju opinskáu viðtali við Aftonbladet. Guðbjörg gekk með börnin, William og Oliviu en er nú aftur byrjuð að æfa með Djurgården liðinu. Mia Jalkerud, sem var fyrirliði og aðalmarkaskorari Djurgården, hefur aftur á móti ekkert spilað með liðinu og er samningslaus. Hún þurfti að taka sér frí frá boltanum þegar fjölgaði skyndilega um tvo í fjölskyldunni. Guðbjörg Gunnarsdóttir segir í viðtalinu meðal annars frá tilraunum sínum við að verða ófrísk en það tók hana þrjú ár sem reyndu mikið á hana. Tänker jävlar vad sjuk i huvudet man är https://t.co/ZvkdchYr8o— Sportbladet (@sportbladet) July 14, 2020 Eitt það erfiðasta var að Guðbjörg þurfti að gera allt í felum og hún þurfti því að vera að æfa á fullum krafti á sama tíma og hún var að fara í gegnum krefjandi meðferðir. Guðbjörg íhugaði það að hætta að spila fótbolta til að auka líkurnar á því að hún yrði ólétt. Glasafrjóvgunarmeðferðirnar reyndu mikið á hana og hún þorði ekki að segja neinum frá þeim hjá félaginu og landsliðinu af ótta að hún myndi missa sæti sitt í liðunum. Það var oft mjög erfitt að mæta á æfingar á meðan þær stóðu yfir. „Svo gerir maður sjálfan sig brjálaðan með því að hugsa þannig að þú sért ekki að verða ófrísk af því að þú varst á fullu á æfingu,“ sagði Guðbjörg en bætti við: „En hvað verð ég þá ef ég er hætt í fótbolta og get samt ekki orðið ófrísk,“ sagði Guðbjörg. Alveg eins og kraftaverk „Þetta var síðan alveg eins og kraftaverk. Ég hafði sagt að þetta yrði síðasta skiptið sem ég myndi reyna. Svo fórum við í próf og komust að því að við ættum von á tvíburum. Þetta varð því að gleðilegri sögu,“ sagði Guðbjörg. „Þetta er ekki bara andlegt. Þú þarft að sprauta þig mikið og þú bólgnar upp. Svo þarf að ná í eggin og þá eru flestir í veikindaleyfi en ég þurfti að fara á æfingu, sagði Guðbjörg og Mia Jalkerud bætir við: „Það er kannski möguleiki að segja tvisvar sinnum að þú sért veik en svo verður þú bara að bíta á jaxlinn, mæta og láta sem ekkert sé, sagði Mia. Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur upplifað mikið á sínum ferli og farið með íslenska landsliðinu á stórmót.Vísir/Daníel Þór Guðbjörg vildi alls ekki segja neinum frá af ótta við afleiðingarnar. Hún komst þó ekki hjá því í einni landsliðsferðinni. Guðbjörg var stödd á Algarve mótinu í Portúgal og komst þá að því að hún væri komin á túr. Um leið vissi hún að meðferðin hafði misheppnast. Herbergisfélagi hennar og tvær aðrar fengu að vita hvað væri í gangi. „Ég gat hvergi falið mig og var algjörlega niðurbrotin,“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg fór líka yfir hversu kvíðin hún var fyrir því að láta þjálfara Djurgården vita af óléttunni og samviskubitið sem kom yfir hana að Djurgården þyrfti nú að finna sér nýjan aðalmarkvörð. Mia Jalkerud er ekki sátt við Djurgården sem hefur ekki verið í sambandi við hana. „Ég hef gefið Djurgården mikið í gegnum árin og er því svolítið leið að þeir hafi ekkert heyrt í mér,“ sagði Mia Jalkerud sem hefur því einbeitt sér að móðurhlutverkinu síðan börnin komu í heiminn. Kannski þegar börnin okkar fara að spila Guðbjörg ræddi líka það að það koma aldrei til greina hjá henni að reyna að verða ófrísk fyrr en að hún væri búin að skapa sér nafn í fótboltanum. „Þú ert ekki með glæsilega ferilskrá þegar þú er 20 til 25 ára. Af hverju ætti félagið að fjárfesta í þér þá,“ spyr Guðbjörg. Hún vill vekja Svía til umhugsunar um stöðu fótboltakvenna þegar kemur að barneignum en er ekki viss um að það breytist mikið á hennar tíma. „Kannski ekki á okkar tíma en vonandi þegar börnin okkar fara að spila,“ sagði Guðbjörg. Það má finna allt viðtalið við þær með því að smella hér.
Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Sjá meira