Sjáðu mörkin sem færðu Real Madrid nær 34. Spánarmeistaratitlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2020 18:00 Karim Benzema fagnar marki sínu gegn Granada. Hann hefur skorað fimm mörk í níu leikjum síðan keppni hófst á ný eftir kórónuveirufaraldurinn. getty/Fermin Rodriguez Real Madrid er einum sigri frá 34. Spánarmeistaratitlinum eftir að hafa lagt Granada að velli, 1-2, í gær. Real Madrid er með fjögurra stiga forskot á Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Með sigri á Villarreal á Santiago Bernabéu á fimmtudaginn verður Real Madrid spænskur meistari. Engu breytir hvernig leikur Barcelona og Osasuna á Nývangi fer. Ferland Mendy kom Real Madrid yfir gegn Granada í gær eftir tíu mínútna leik. Hann skoraði þá með skoti upp í þaknetið úr þröngu færi. Þetta var fyrsta mark Frakkans fyrir Real Madrid. Sex mínútum síðar bætti landi hans, Karim Benzema, öðru marki við með skoti í fjærhornið. Hann er næstmarkahæstur í spænsku deildinni með nítján mörk. Lionel Messi er markahæstur með 22 mörk. Darwin Machís minnkaði muninn í 1-2 fyrir Granada á 50. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Þeir sigla lygnan sjó í 10. sæti deildarinnar. Mörkin úr leik Granada og Real Madrid má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Real Madrid vann níunda leikinn í röð Real Madrid hefur unnið alla níu deildarleiki sína eftir að keppni hófst á ný vegna kórónuveirufaraldursins. Markatalan í þessum níu leikjum er 17-3. Real Madrid á einnig möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu en liðið mætir Manchester City í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum 7. ágúst. City vann fyrri leikinn á Santiago Bernabéu, 1-2. Sigurvegarinn í rimmu Real Madrid og City mætir annað hvort Lyon eða Juventus í átta liða úrslitunum. Spænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira
Real Madrid er einum sigri frá 34. Spánarmeistaratitlinum eftir að hafa lagt Granada að velli, 1-2, í gær. Real Madrid er með fjögurra stiga forskot á Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Með sigri á Villarreal á Santiago Bernabéu á fimmtudaginn verður Real Madrid spænskur meistari. Engu breytir hvernig leikur Barcelona og Osasuna á Nývangi fer. Ferland Mendy kom Real Madrid yfir gegn Granada í gær eftir tíu mínútna leik. Hann skoraði þá með skoti upp í þaknetið úr þröngu færi. Þetta var fyrsta mark Frakkans fyrir Real Madrid. Sex mínútum síðar bætti landi hans, Karim Benzema, öðru marki við með skoti í fjærhornið. Hann er næstmarkahæstur í spænsku deildinni með nítján mörk. Lionel Messi er markahæstur með 22 mörk. Darwin Machís minnkaði muninn í 1-2 fyrir Granada á 50. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Þeir sigla lygnan sjó í 10. sæti deildarinnar. Mörkin úr leik Granada og Real Madrid má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Real Madrid vann níunda leikinn í röð Real Madrid hefur unnið alla níu deildarleiki sína eftir að keppni hófst á ný vegna kórónuveirufaraldursins. Markatalan í þessum níu leikjum er 17-3. Real Madrid á einnig möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu en liðið mætir Manchester City í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum 7. ágúst. City vann fyrri leikinn á Santiago Bernabéu, 1-2. Sigurvegarinn í rimmu Real Madrid og City mætir annað hvort Lyon eða Juventus í átta liða úrslitunum.
Spænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira