Lamb drepið, úrbeinað og etið í Dritvík á Snæfellsnesi Jakob Bjarnar skrifar 14. júlí 2020 12:07 Sá sem tók þessa mynd og birti í Facebookhópi sauðfjárbænda telur engan vafa á leika að sá sem úrbeinaði þetta lamb kunni vel til verka. Maður nokkur birti mynd af lambshræi í hópi Sauðfjárbænda á Facebook þar sem sjá má haganlega úrbeinað lamb. Ekkert eftir nema haus, gæran og svo hryggjarsúla. „Hvaða dánarorsök kæmi fyrst upp í huga ykkar ef þið fynduð svona „lamb“ bak við dauðan stein – sjálfdautt, refur, maður eða ???“ segir maðurinn og telur svarið liggja í augum uppi. „Engir bógar, læri eða innyfli sjáanleg á vettvangi en vambagor á víð og dreif og nýlegt eldstæði stutt frá. Sauðfjárbændur æfir vegna sauðþjófnaðarins Ekki stendur á viðbrögðum félaga í hópnum. „Þetta er eftir mann, svo mikið er víst,“ segir einn úr hópnum. „Mannvonskan í sinni ljótustu mynd,“ segir einn og að þetta sé hræðilegt að sjá. Annar segir það pottétt, að þetta sé af mannavöldum og einn segir: „Sauðaþjófar“. Frá fornu fari hefur slíkur glæpur verið litið mjög alvarlegum augum hér á landi. Vísir setti sig í samband við manninn sem vildi sem minnst um málið segja; taldi að of nákvæm umfjöllun kynni að skaða rannsóknarhagsmuni. En taldi víst að sá sem þarna hefur verið að verki hafi kunnað vel til verka. Einhverjir þeir sem voru á ferð um Snæfellsnes gerðu sér lítið fyrir, drápu lamb, úrbeinuðu og elduðu í fjöruborðinu í Dritvík.visir/vilhelm Lambið fann hann á ótilgreindum stað í fjöruborðinu. Búið er að gera eiganda viðvart og er það að sögn í réttum farvegi. Vísir beindi fyrirspurn til lögreglunnar í umdæminu en málið er ekki enn komið á skrá þar. En, fastlega má búast við því að það verði í dag, eftir rannsókn. Sauðaþjófnaður sjaldgæfur á Íslandi Fyrir þremur árum fjallaði Vísir um ferðmenn sem höfðu slátrað lambi. Málið olli talsverðu uppnámi í bændasamfélaginu Íslandi en þar aflífuðu erlendir ferðamenn lamb í Breiðdal með því að skera það á háls. Átta voru handteknir í tengslum við málið, kærðir fyrir sauðaþjófnað og voru þeir sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeim var gert að greiða fyrir eignatjónið. Þeir báru það fyrir sig að þeir hefðu aflífað lambið sem þeir sögu slasað, þá til að lina þjáningar þess. Lambið drepið og eldað í Dritvík Uppfært 12:15: Svör voru að berast Vísi frá lögreglunni á Vesturlandi. Um er að ræða 6 vikna lamb sem hefur verið drepið og úrbeinað og eldað á staðnum, Dritvík á Snæfellsnesi. Eigandi lambsins er upplýstur um málið og er það nú til rannsóknar. Dýr Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Maður nokkur birti mynd af lambshræi í hópi Sauðfjárbænda á Facebook þar sem sjá má haganlega úrbeinað lamb. Ekkert eftir nema haus, gæran og svo hryggjarsúla. „Hvaða dánarorsök kæmi fyrst upp í huga ykkar ef þið fynduð svona „lamb“ bak við dauðan stein – sjálfdautt, refur, maður eða ???“ segir maðurinn og telur svarið liggja í augum uppi. „Engir bógar, læri eða innyfli sjáanleg á vettvangi en vambagor á víð og dreif og nýlegt eldstæði stutt frá. Sauðfjárbændur æfir vegna sauðþjófnaðarins Ekki stendur á viðbrögðum félaga í hópnum. „Þetta er eftir mann, svo mikið er víst,“ segir einn úr hópnum. „Mannvonskan í sinni ljótustu mynd,“ segir einn og að þetta sé hræðilegt að sjá. Annar segir það pottétt, að þetta sé af mannavöldum og einn segir: „Sauðaþjófar“. Frá fornu fari hefur slíkur glæpur verið litið mjög alvarlegum augum hér á landi. Vísir setti sig í samband við manninn sem vildi sem minnst um málið segja; taldi að of nákvæm umfjöllun kynni að skaða rannsóknarhagsmuni. En taldi víst að sá sem þarna hefur verið að verki hafi kunnað vel til verka. Einhverjir þeir sem voru á ferð um Snæfellsnes gerðu sér lítið fyrir, drápu lamb, úrbeinuðu og elduðu í fjöruborðinu í Dritvík.visir/vilhelm Lambið fann hann á ótilgreindum stað í fjöruborðinu. Búið er að gera eiganda viðvart og er það að sögn í réttum farvegi. Vísir beindi fyrirspurn til lögreglunnar í umdæminu en málið er ekki enn komið á skrá þar. En, fastlega má búast við því að það verði í dag, eftir rannsókn. Sauðaþjófnaður sjaldgæfur á Íslandi Fyrir þremur árum fjallaði Vísir um ferðmenn sem höfðu slátrað lambi. Málið olli talsverðu uppnámi í bændasamfélaginu Íslandi en þar aflífuðu erlendir ferðamenn lamb í Breiðdal með því að skera það á háls. Átta voru handteknir í tengslum við málið, kærðir fyrir sauðaþjófnað og voru þeir sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeim var gert að greiða fyrir eignatjónið. Þeir báru það fyrir sig að þeir hefðu aflífað lambið sem þeir sögu slasað, þá til að lina þjáningar þess. Lambið drepið og eldað í Dritvík Uppfært 12:15: Svör voru að berast Vísi frá lögreglunni á Vesturlandi. Um er að ræða 6 vikna lamb sem hefur verið drepið og úrbeinað og eldað á staðnum, Dritvík á Snæfellsnesi. Eigandi lambsins er upplýstur um málið og er það nú til rannsóknar.
Dýr Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira