Innlent

Fimm með veiruna við landamærin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skimun hófst fyrir kórónuveirunni á landamærunum 15. júní.
Skimun hófst fyrir kórónuveirunni á landamærunum 15. júní. Vísir/vilhelm

Kórónuveiran greindist í fimm einstaklingum við skimun á landamærum í gær, þar af eru fjórir með mótefni og einn bíður eftir mótefnamælingu. Á áttunda tug ferðalanga hafa því greinst með veiruna við landamærin frá 15. júní en aðeins tólf þeirra voru með virk smit.

Þá voru 2.118 sýni tekin við landamæraskimun í gær og 31 á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. 36.738 sýni hafa nú verið tekin við landamærin frá því skimun hófst.

Alls eru nú 12 í einangrun með veiruna á landinu öllu og 93 eru í sóttkví. Frá upphafi faraldurs hafa 1.905 greinst með veiruna og 1.882 er batnað. Ekkert innanlandssmit hefur greinst síðan 2. júlí.


Tengdar fréttir

„Ís­land… gerðu það, fyrir­gefðu okkur!“

Ferðabloggarar nokkrir komu hingað til lands tveimur dögum eftir að skimanir hófust á Keflavíkurflugvelli. Þeir báru Íslandi söguna vel og þótti gaman að hafa landið „út af fyrir sig.“

Ekkert innanlandssmit í 10 daga

Þrjú smit greindust á landamærunum í gær en á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort þau séu virk eða gömul.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.