Fótbolti

Ísak áfram taplaus í Allsvenskan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísak Bergmann byrjar frábærlega í sænsku úrvalsdeildinni.
Ísak Bergmann byrjar frábærlega í sænsku úrvalsdeildinni. mynd/norrköping ifk twitter

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping sem gerði 1-1 jafntefli við Malmö á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Fyrsta mark leiksins skoraði Sören Rieks á 36. mínútu eftir undirbúning frá Dananum Anders Christianse. Jöfunarmark Norrköping kom á 88. mínútu en það gerði Pontus Almqvist. Lokatölur 1-1.

Ísak Bergmann spilaði fyrstu 80 mínúturnar hjá Norrköping sem er enn taplaust í deildinni í ár en liðið er á toppnum með 17 stig; fimm sigra og tvö jafntefli. Ísak hefur því ekki tapað leik í sænsku úrvalsdeildinni frá því að hann fékk fyrst tækifærið.

Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi Malmö sem er í 8. sætinu með tíu stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.