Fótbolti

Aftur hafði Jón Dagur betur gegn Mikael

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Dagur (t.h.) í leiknum í kvöld.
Jón Dagur (t.h.) í leiknum í kvöld. Jan Christensen/Getty Images

Aftur hafði Jón Dagur Þorsteinsson betur gegn Mikael Andersoner AGF mætti Danmerkurmeisturum Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Jón Dagur og félagar unnu stórsigur í leik kvöldsins, lokatölur 3-0.

Íslendingarnir tveir voru báðir í byrjunarliði í kvöld. Jón Dagur fór  mikinn er AGF lagði Midtjylland 4-3 nýverið en hann skoraði þrennu í leiknum og lagði upp sigurmarkið.

Sjá einnig: Jón Dagur sá ekki fram á að bæta sig í Englandi og fór til Danmerkur | Sér ekki eftir því í dag

Leikurinn í kvöld var ekki jafn spennandi en AGF vann hann örugglega með þremur mörkum gegn engu. Jón Dagur lagði upp annað mark liðsins en hann var svo tekinn af velli á 87. mínútu. 

Mögulega var einhver þreyta í leikmönnum Midtjylland en liðið varð á dögunum meistari þó svo að deildinni væri ekki enn lokið. Mikael spilaði rúman klukkutíma í kvöld.

Sjá einnig: Mikael Anderson danskur meistari eftir sigur á Ragnari og félögum

Eftir leik kvöldsins gæti AGF stolið 2. sæti deildarinnar af FC Kaupmannahöfn en liðið er með 60 stig í 3. sæti þegar þrjár umferðir eftir. Þar fyrir ofan kemur Kaupmannahöfn með 62 á meðan Midtjylland eru langefstir með 78 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×