Fótbolti

Aftur hafði Jón Dagur betur gegn Mikael

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Dagur (t.h.) í leiknum í kvöld.
Jón Dagur (t.h.) í leiknum í kvöld. Jan Christensen/Getty Images

Aftur hafði Jón Dagur Þorsteinsson betur gegn Mikael Andersoner AGF mætti Danmerkurmeisturum Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Jón Dagur og félagar unnu stórsigur í leik kvöldsins, lokatölur 3-0.

Íslendingarnir tveir voru báðir í byrjunarliði í kvöld. Jón Dagur fór  mikinn er AGF lagði Midtjylland 4-3 nýverið en hann skoraði þrennu í leiknum og lagði upp sigurmarkið.

Sjá einnig: Jón Dagur sá ekki fram á að bæta sig í Englandi og fór til Danmerkur | Sér ekki eftir því í dag

Leikurinn í kvöld var ekki jafn spennandi en AGF vann hann örugglega með þremur mörkum gegn engu. Jón Dagur lagði upp annað mark liðsins en hann var svo tekinn af velli á 87. mínútu. 

Mögulega var einhver þreyta í leikmönnum Midtjylland en liðið varð á dögunum meistari þó svo að deildinni væri ekki enn lokið. Mikael spilaði rúman klukkutíma í kvöld.

Sjá einnig: Mikael Anderson danskur meistari eftir sigur á Ragnari og félögum

Eftir leik kvöldsins gæti AGF stolið 2. sæti deildarinnar af FC Kaupmannahöfn en liðið er með 60 stig í 3. sæti þegar þrjár umferðir eftir. Þar fyrir ofan kemur Kaupmannahöfn með 62 á meðan Midtjylland eru langefstir með 78 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.