Íslenski boltinn

Rúnar Páll: Við verðum í góðu standi á morgun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Páll

„Bara ágætlega svona andlega en líkamlega – við verðum að sjá hvernig það þróast allt saman en við erum klárir í slaginn,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari stjörnunnar, aðspurður hvernig leikmannahópur liðsins væri eftir að hafa verið í sóttkví í tæplega tvær vikur.

Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við Rúnar Pál í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Stjarnan mætir Val á morgun í Pepsi Max deild karla en heldur Rúnar að það muni hafa áhrif á lið hans að hafa verið í sóttkví undanfarna daga?

„Það verður bara að koma í ljós. Þessar þrjár æfingar sem við höfum náð hafa litið ágætlega út og við verðum í góðu standi á morgun. Hvort þetta hafi áhrif eða ekki verður bara að koma í ljós.“

„Það er verst fyrir þessa drengi að þurfa að fara í sóttkví hvað varðar fjölskyldulíf og annað slíkt,“ sagði Rúnar sem virtist ekki hafa of miklar áhyggjur af liði sínu.

Upphaflega átti leikur Stjörnunnar og Vals að fara fram í kvöld en var frestað til morguns. Hann hefst klukkan 19:15 á Origo-vellinum að Hlíðarenda.

Klippa: Rúnar Páll eftir sóttkví


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.