Íslenski boltinn

Rúnar Páll: Við verðum í góðu standi á morgun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Páll

„Bara ágætlega svona andlega en líkamlega – við verðum að sjá hvernig það þróast allt saman en við erum klárir í slaginn,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari stjörnunnar, aðspurður hvernig leikmannahópur liðsins væri eftir að hafa verið í sóttkví í tæplega tvær vikur.

Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við Rúnar Pál í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Stjarnan mætir Val á morgun í Pepsi Max deild karla en heldur Rúnar að það muni hafa áhrif á lið hans að hafa verið í sóttkví undanfarna daga?

„Það verður bara að koma í ljós. Þessar þrjár æfingar sem við höfum náð hafa litið ágætlega út og við verðum í góðu standi á morgun. Hvort þetta hafi áhrif eða ekki verður bara að koma í ljós.“

„Það er verst fyrir þessa drengi að þurfa að fara í sóttkví hvað varðar fjölskyldulíf og annað slíkt,“ sagði Rúnar sem virtist ekki hafa of miklar áhyggjur af liði sínu.

Upphaflega átti leikur Stjörnunnar og Vals að fara fram í kvöld en var frestað til morguns. Hann hefst klukkan 19:15 á Origo-vellinum að Hlíðarenda.

Klippa: Rúnar Páll eftir sóttkví



Fleiri fréttir

Sjá meira


×