Innlent

Sóttvarnarhúsið næstum fullt vegna hælisleitenda

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sóttvarnarhúsið stendur við Rauðarárstíg.
Sóttvarnarhúsið stendur við Rauðarárstíg. Vísir/vilhelm

Sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er nú nær fullt vegna hælisleitenda sem komið hafa til landsins á síðustu vikum og eru sendir í húsið til að bíða eftir kórónuveiruskimun.

Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV. Þar segir að um fimmtíu manns dvelji nú í sóttvarnarhúsinu, Fosshótel Lind við Rauðarárstíg. Af þessum fimmtíu eru tveir með veiruna og í einangrun en allir hinir eru hælisleitendur.

Hælisleitendurnir fara í skimun við komu hingað til lands en dvelja svo í sóttvarhúsinu í fimm daga og eru þá skimaðir aftur, að því er segir í frétt RÚV. Ef sýnið er neikvætt er viðkomandi fluttur í úrræði á vegum Útlendingastofnunar.

Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður sóttvarnarhússins segir í samtali við RÚV að ekki hafi verið búist við því að svo margir umsækjendur um alþjóðlega vernd kæmu hingað til lands svo skömmu eftir að landamæri voru formlega opnuð. Fleiri hafi dvalið í húsinu síðustu daga en alla þrjá mánuðina á undan. Þá segir hann standa til að reisa nýtt sóttvarnarhús í Reykjavík til að anna fjölguninni.


Tengdar fréttir

Sóttvarnarhúsið virkjað í nótt vegna gruns um smit

Tveir erlendir ríkisborgarar eru nú vistaðir í sóttvarnarhúsinu á Rauðarárstíg í Reykjavík. Annar þeirra er í einangrun og bíður enn niðurstöðu rannsóknar en hinn er í sóttkví. Báðir eru með flensueinkenniAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.