Erlent

Leituðu að Madeleine við þrjá brunna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf í fjölskyldufríi í Portúgal.
Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf í fjölskyldufríi í Portúgal. Vísir/getty

Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. Leitin tengist rannsókninni á hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann.

Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að á annan tug rannsakenda hafi tekið þátt í leitinni í dag og m.a. notast við sérstakan klifurbúnað til að leita ofan í brunnunum.

Brunnarnir, sem ekki eru lengur í notkun, standa skammt frá strönd sem talið er að Christian B., Þjóðverjinn sem grunaður er um aðild að hvarfi Madeleine, hafi sótt er hann dvaldi á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum Sky fundust engin ummerki um Madeleine í eða við brunnana.

Madeleine hvarf úr fjölskyldufríi í Algarve árið 2007 en lögregla gengur nú út frá því að hún sé látin. Christian B. ferðaðist um Portúgal í húsbíl um nokkurra ára skeið og er talinn hafa dvalið í grennd við fjölskyldu Madeleine um það leyti sem hún hvarf. Hann er 43 ára og afplánar nú dóm í þýsku fangelsi fyrir að nauðga konu í Algarve árið 2007.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.