Erlent

Leituðu að Madeleine við þrjá brunna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf í fjölskyldufríi í Portúgal.
Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf í fjölskyldufríi í Portúgal. Vísir/getty

Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. Leitin tengist rannsókninni á hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann.

Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að á annan tug rannsakenda hafi tekið þátt í leitinni í dag og m.a. notast við sérstakan klifurbúnað til að leita ofan í brunnunum.

Brunnarnir, sem ekki eru lengur í notkun, standa skammt frá strönd sem talið er að Christian B., Þjóðverjinn sem grunaður er um aðild að hvarfi Madeleine, hafi sótt er hann dvaldi á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum Sky fundust engin ummerki um Madeleine í eða við brunnana.

Madeleine hvarf úr fjölskyldufríi í Algarve árið 2007 en lögregla gengur nú út frá því að hún sé látin. Christian B. ferðaðist um Portúgal í húsbíl um nokkurra ára skeið og er talinn hafa dvalið í grennd við fjölskyldu Madeleine um það leyti sem hún hvarf. Hann er 43 ára og afplánar nú dóm í þýsku fangelsi fyrir að nauðga konu í Algarve árið 2007.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.