Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2020 07:52 Roger Stone er 67 ára. Win McNamee/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mildað fangelsisdóm sem Roger Stone, vinur forsetans og fyrrum ráðgjafi, hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Stone átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næstkomandi þriðjudag. Stone hafði verið dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Stone sé fórnarlamb „Rússa-ruglsins (e. Russia Hoax) sem vinstrimenn og bandamenn þeirra í fjölmiðlum hafi haldið á lofti í áraraðir til þess að grafa undan forsetanum.“ Í tilkynningu frá Hvíta húsinu er því haldið fram að Stone hafi aðeins verið handtekinn vegna pirrings saksóknara yfir því að geta ekki sannað tengsl Trump við Rússa.AP/Alex Brandon Þá segir að saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, undir forystu sérstaka saksóknarans Roberts Mueller hafi ákært Stone vegna þess hve pirraðir þeir voru að geta ekki sannað að framboð Trump hafi fengið aðstoð frá Rússum við að komast á forsetastól. Stone er þó sjötti starfsmaður Trump eða framboðs hans sem hefur verið dæmdur vegna einhvers sem í ljós hefur komið við Rússarannsóknina svokölluðu. Þá er einnig gefið í skyn, í tilkynningu Hvíta hússins, að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hafi veitt CNN-fréttastofunni fyrir fram upplýsingar um áhlaup sem hún gerði á heimili Stone, þar sem tökulið frá fréttastofunni var viðstatt handtöku hans. Trump forseti hafði sjálfur gefið í skyn að hann myndi milda dóminn yfir Stone, sem nú þarf ekki að sitja neitt inni. Það gerði Trump síðast á fimmtudaginn, í viðtali við Fox News. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mildað fangelsisdóm sem Roger Stone, vinur forsetans og fyrrum ráðgjafi, hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Stone átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næstkomandi þriðjudag. Stone hafði verið dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Stone sé fórnarlamb „Rússa-ruglsins (e. Russia Hoax) sem vinstrimenn og bandamenn þeirra í fjölmiðlum hafi haldið á lofti í áraraðir til þess að grafa undan forsetanum.“ Í tilkynningu frá Hvíta húsinu er því haldið fram að Stone hafi aðeins verið handtekinn vegna pirrings saksóknara yfir því að geta ekki sannað tengsl Trump við Rússa.AP/Alex Brandon Þá segir að saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, undir forystu sérstaka saksóknarans Roberts Mueller hafi ákært Stone vegna þess hve pirraðir þeir voru að geta ekki sannað að framboð Trump hafi fengið aðstoð frá Rússum við að komast á forsetastól. Stone er þó sjötti starfsmaður Trump eða framboðs hans sem hefur verið dæmdur vegna einhvers sem í ljós hefur komið við Rússarannsóknina svokölluðu. Þá er einnig gefið í skyn, í tilkynningu Hvíta hússins, að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hafi veitt CNN-fréttastofunni fyrir fram upplýsingar um áhlaup sem hún gerði á heimili Stone, þar sem tökulið frá fréttastofunni var viðstatt handtöku hans. Trump forseti hafði sjálfur gefið í skyn að hann myndi milda dóminn yfir Stone, sem nú þarf ekki að sitja neitt inni. Það gerði Trump síðast á fimmtudaginn, í viðtali við Fox News.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira