Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2020 07:52 Roger Stone er 67 ára. Win McNamee/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mildað fangelsisdóm sem Roger Stone, vinur forsetans og fyrrum ráðgjafi, hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Stone átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næstkomandi þriðjudag. Stone hafði verið dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Stone sé fórnarlamb „Rússa-ruglsins (e. Russia Hoax) sem vinstrimenn og bandamenn þeirra í fjölmiðlum hafi haldið á lofti í áraraðir til þess að grafa undan forsetanum.“ Í tilkynningu frá Hvíta húsinu er því haldið fram að Stone hafi aðeins verið handtekinn vegna pirrings saksóknara yfir því að geta ekki sannað tengsl Trump við Rússa.AP/Alex Brandon Þá segir að saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, undir forystu sérstaka saksóknarans Roberts Mueller hafi ákært Stone vegna þess hve pirraðir þeir voru að geta ekki sannað að framboð Trump hafi fengið aðstoð frá Rússum við að komast á forsetastól. Stone er þó sjötti starfsmaður Trump eða framboðs hans sem hefur verið dæmdur vegna einhvers sem í ljós hefur komið við Rússarannsóknina svokölluðu. Þá er einnig gefið í skyn, í tilkynningu Hvíta hússins, að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hafi veitt CNN-fréttastofunni fyrir fram upplýsingar um áhlaup sem hún gerði á heimili Stone, þar sem tökulið frá fréttastofunni var viðstatt handtöku hans. Trump forseti hafði sjálfur gefið í skyn að hann myndi milda dóminn yfir Stone, sem nú þarf ekki að sitja neitt inni. Það gerði Trump síðast á fimmtudaginn, í viðtali við Fox News. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mildað fangelsisdóm sem Roger Stone, vinur forsetans og fyrrum ráðgjafi, hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Stone átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næstkomandi þriðjudag. Stone hafði verið dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Stone sé fórnarlamb „Rússa-ruglsins (e. Russia Hoax) sem vinstrimenn og bandamenn þeirra í fjölmiðlum hafi haldið á lofti í áraraðir til þess að grafa undan forsetanum.“ Í tilkynningu frá Hvíta húsinu er því haldið fram að Stone hafi aðeins verið handtekinn vegna pirrings saksóknara yfir því að geta ekki sannað tengsl Trump við Rússa.AP/Alex Brandon Þá segir að saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, undir forystu sérstaka saksóknarans Roberts Mueller hafi ákært Stone vegna þess hve pirraðir þeir voru að geta ekki sannað að framboð Trump hafi fengið aðstoð frá Rússum við að komast á forsetastól. Stone er þó sjötti starfsmaður Trump eða framboðs hans sem hefur verið dæmdur vegna einhvers sem í ljós hefur komið við Rússarannsóknina svokölluðu. Þá er einnig gefið í skyn, í tilkynningu Hvíta hússins, að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hafi veitt CNN-fréttastofunni fyrir fram upplýsingar um áhlaup sem hún gerði á heimili Stone, þar sem tökulið frá fréttastofunni var viðstatt handtöku hans. Trump forseti hafði sjálfur gefið í skyn að hann myndi milda dóminn yfir Stone, sem nú þarf ekki að sitja neitt inni. Það gerði Trump síðast á fimmtudaginn, í viðtali við Fox News.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira