800 milljóna styrkur til HÍ og annarra samstarfsskóla Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2020 12:56 Háskoli Íslands tekur þátt í verkefninu ásamt átta öðrum háskólum í Evrópu. Vísir/Vilhelm Evrópusambandið mun veita allt að fimm milljónum evra til Aurora-háskólanetsins á næstu þremur árum, sem samsvarar um 800 milljónum íslenskra króna. Háskoli Íslands tekur þátt í verkefninu ásamt átta öðrum háskólum í Evrópu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við fréttastofu að það liggi ekki fyrir hversu stór hluti af styrknum muni renna til háskólans. Það sé þó ljóst að Háskóli Íslands sé framarlega í samstarfinu og mun því fá stóran hluta. Markmið samstarfsins er að efla rannsóknir og kennslu í þágu þeirra samfélaga þar sem háskólarnir starfa en auk Háskóla íslands eru Copenhagen Business School í Danmörku, East Anglia háskólinn í Englandi, Federico II-háskólinn í Napolí á Ítalíu, Háskólinn í Duisburg-Essen í Þýskalandi, Háskólinn í Innsbruck í Austurríki, Palacky háskólinn í Olomouc í Tékklandi, Rovira i Virgili-háskólinn í Tarragona á Spáni og Vrije-háskólinn í Amsterdam í Hollandi. Verkefnið muni skila miklu til samfélagsins Verkefnið er unnið innan svokallaðrar European University-áætlunar sem er ætlað að efla samstarf evrópskra háskóla og styrkja þá í samkeppni við aðra háskóla í heiminum. Með samvinnunni er búist við grundvallarbreytingum á því hvernig háskólar í Evrópulöndum vinna saman og telur rektor að verkefnið verði gjöfult fyrir íslenskt samfélag. „Samþykkt umsóknarinnar staðfestir enn og aftur sterka stöðu Háskóla Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Evrópsku háskólanetin gegna lykilhlutverki í tengslum við framtíðarþróun evrópskra háskóla, enda hefur verið mikil samkeppni um þessa styrki. Aurora-Alliance verkefnið mun ótvírætt skila miklu til íslensks samfélags. Það er mikil vinna framundan, en ég óska okkur öllum til hamingju,“ er haft eftir Jóni Atla í fréttatilkynningu. Jón Atli segir HÍ standa framarlega í samstarfinu.Vísir/Vilhelm Íslendingar þurfa að tryggja alþjóðlegt samstarf sökum smæðar Í tilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að samstarf á borð við þetta bjóði upp á mikla möguleika, bæði í rannsóknum og kennslu. Það sé nauðsynlegt fyrir Íslendinga að tryggja slíkt samstarf, enda starfi háskólinn í alþjóðlegu umhverfi og hér á landi sé vísinda- og fræðasamfélagið lítið. „Háskóli Íslands er með fjölmarga samstarfssamninga bæði austan hafs og vestan sem segja má að stækki íslenska háskólakerfið þar sem nemendur geta tekið hluta af námi sínu í skiptinámi auk þess sem vísindamenn eiga í miklu rannsóknasamstarfi. Háskólarnir í Aurora netinu hyggjast auka umfang slíks samstarfs enn frekar og samhæfa starf sitt eins og kostur er til að ná enn betri árangri í kennslu og rannsóknum,“ segir Jón Atli. Hann segir háskólann vera í lykilstöðu í Aurora-netinu en áfram verði unnið af krafti með öðrum skólum og í öðrum netum. Framtíðin innan háskólakerfisins sé björt. „Þekking er lykill að framtíðinni og hlutverk Háskóla Íslands er að skapa og miðla þekkingu. Við höfum náð ótrúlegum árangri í Háskóla Íslands og þurfum að halda áfram á sömu braut í þágu íslensks samfélags. Það er lykilatriði að við séum samkeppnishæf á alþjóðavísu. Aurora-netið og þau verkefni sem við tökum þátt í á vettvangi þess hjálpa okkur á þeirri braut.“ Skóla - og menntamál Evrópusambandið Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Evrópusambandið mun veita allt að fimm milljónum evra til Aurora-háskólanetsins á næstu þremur árum, sem samsvarar um 800 milljónum íslenskra króna. Háskoli Íslands tekur þátt í verkefninu ásamt átta öðrum háskólum í Evrópu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við fréttastofu að það liggi ekki fyrir hversu stór hluti af styrknum muni renna til háskólans. Það sé þó ljóst að Háskóli Íslands sé framarlega í samstarfinu og mun því fá stóran hluta. Markmið samstarfsins er að efla rannsóknir og kennslu í þágu þeirra samfélaga þar sem háskólarnir starfa en auk Háskóla íslands eru Copenhagen Business School í Danmörku, East Anglia háskólinn í Englandi, Federico II-háskólinn í Napolí á Ítalíu, Háskólinn í Duisburg-Essen í Þýskalandi, Háskólinn í Innsbruck í Austurríki, Palacky háskólinn í Olomouc í Tékklandi, Rovira i Virgili-háskólinn í Tarragona á Spáni og Vrije-háskólinn í Amsterdam í Hollandi. Verkefnið muni skila miklu til samfélagsins Verkefnið er unnið innan svokallaðrar European University-áætlunar sem er ætlað að efla samstarf evrópskra háskóla og styrkja þá í samkeppni við aðra háskóla í heiminum. Með samvinnunni er búist við grundvallarbreytingum á því hvernig háskólar í Evrópulöndum vinna saman og telur rektor að verkefnið verði gjöfult fyrir íslenskt samfélag. „Samþykkt umsóknarinnar staðfestir enn og aftur sterka stöðu Háskóla Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Evrópsku háskólanetin gegna lykilhlutverki í tengslum við framtíðarþróun evrópskra háskóla, enda hefur verið mikil samkeppni um þessa styrki. Aurora-Alliance verkefnið mun ótvírætt skila miklu til íslensks samfélags. Það er mikil vinna framundan, en ég óska okkur öllum til hamingju,“ er haft eftir Jóni Atla í fréttatilkynningu. Jón Atli segir HÍ standa framarlega í samstarfinu.Vísir/Vilhelm Íslendingar þurfa að tryggja alþjóðlegt samstarf sökum smæðar Í tilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að samstarf á borð við þetta bjóði upp á mikla möguleika, bæði í rannsóknum og kennslu. Það sé nauðsynlegt fyrir Íslendinga að tryggja slíkt samstarf, enda starfi háskólinn í alþjóðlegu umhverfi og hér á landi sé vísinda- og fræðasamfélagið lítið. „Háskóli Íslands er með fjölmarga samstarfssamninga bæði austan hafs og vestan sem segja má að stækki íslenska háskólakerfið þar sem nemendur geta tekið hluta af námi sínu í skiptinámi auk þess sem vísindamenn eiga í miklu rannsóknasamstarfi. Háskólarnir í Aurora netinu hyggjast auka umfang slíks samstarfs enn frekar og samhæfa starf sitt eins og kostur er til að ná enn betri árangri í kennslu og rannsóknum,“ segir Jón Atli. Hann segir háskólann vera í lykilstöðu í Aurora-netinu en áfram verði unnið af krafti með öðrum skólum og í öðrum netum. Framtíðin innan háskólakerfisins sé björt. „Þekking er lykill að framtíðinni og hlutverk Háskóla Íslands er að skapa og miðla þekkingu. Við höfum náð ótrúlegum árangri í Háskóla Íslands og þurfum að halda áfram á sömu braut í þágu íslensks samfélags. Það er lykilatriði að við séum samkeppnishæf á alþjóðavísu. Aurora-netið og þau verkefni sem við tökum þátt í á vettvangi þess hjálpa okkur á þeirri braut.“
Skóla - og menntamál Evrópusambandið Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira