Telur að endurskoða þurfi lagaákvæði um akstur utan vega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2020 10:59 Akstur utan vega getur valdið náttúruspjöllum. Mynd/Umhverfisstofnun Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4x4, segir það mikið hagsmunamál fyrir félagið að ökumenn hér á landi haldi sig innan vega og slóða, og aki þannig ekki utan vega. Þá telur hann tilefni til að endurskoða lög um náttúruvernd frá 2013, en þar er tekið á utanvegaakstri. Sveinbjörn var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um akstur utan vega, en nokkur umræða hefur farið af stað eftir fréttaflutning af hópi tékkneskra jeppakalla, sem birti myndir og myndskeið af jeppum sínum utan vega. Málinu lauk með tiltali frá lögreglu, en ekki var unnt að staðsetja brot mannanna nákvæmlega. „Lögin eru bara þannig að utanvegaakstur er bannaður á Íslandi,“ segir Sveinbjörn. Þó séu undantekningar á því, þar sem björgunarsveitir, bændur og vísindamenn fái að keyra utan vega. „Það sem við höfum verið að benda á er að sá utanvegaakstur er ekki leyfisskyldur.“ Hann segir að oft fari af stað umræða um utanvegaakstur, og hann oft sagður mikill, en leyfður utanvegaakstur sé hvergi skráður. Þá segir hann utanvegaakstur bannaðan, óháð því umhverfi sem ekið er um. „Lögin gera engar skilgreiningar á því hvernig umhverfið lítur út. Lagabókstafurinn er rosalega fast skilgreindur og það hefur oft verið bent á að það er verið að setja lög sem er jafnvel ekki farið eftir. Þú mátt til dæmis ekki keyra í fjöruborði. Þú mátt ekki á áreyrum, þar sem þú ert að leita þér að vaði til að fara yfir á. Í ströngum skilningi laganna máttu ekki keyra upp með ánni til þess að leita þér að betra vaði, heldurðu verður þú bara að fara þar sem vegurinn liggur,“ segir Sveinbjörn. Þá segist Sveinbjörn telja tilefni til endurskoðunar á lögunum. „Lögin eru þannig að það þarf að fara að endurskoða þetta, því það er verið að setja á okkur lög sem bæði er vonlaust að fylgja eftir og í öðru lagi þá eru menn ekkert að fylgja þeim.“ Vægari refsing ef brot er framið með bílaleigubíl Í áðurnefndum lögum um náttúruvernd frá 2013 er heimild til þess að gera ökutæki, sem notuð hafa verið við framningu brots á lögunum, upptæk. Sveinbjörn telur ákveðna mismunun felast í þessu. „Þarna bentum við á að þarna er verið að mismuna okkur. Ef þú ert á bílaleigubíl getur þú keyrt út um allt og ert bara sektaður um fjögur til fimm hundruð þúsund. Ef þetta hefði verið Íslendingur á sínum eigin bíl, þá hefði hann verið bara sektaður um fjögur til fimm hundruð þúsund og bíllinn tekinn af honum. Það er kannski ökutæki upp á tíu til fimmtán milljónir.“ Viðtalið við Sveinbjörn má heyra í spilaranum hér að ofan. Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Máli jeppakallanna lauk með tiltali Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. 8. júlí 2020 08:41 „Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra“ Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri 7. júlí 2020 14:13 Segjast hafa fylgt öllum reglum en fengið morðhótanir fyrir Tékknesku jeppakarlarnir segjast ekki hafa komið hingað Íslands til að tæta upp íslenska náttúru. 8. júlí 2020 11:21 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4x4, segir það mikið hagsmunamál fyrir félagið að ökumenn hér á landi haldi sig innan vega og slóða, og aki þannig ekki utan vega. Þá telur hann tilefni til að endurskoða lög um náttúruvernd frá 2013, en þar er tekið á utanvegaakstri. Sveinbjörn var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um akstur utan vega, en nokkur umræða hefur farið af stað eftir fréttaflutning af hópi tékkneskra jeppakalla, sem birti myndir og myndskeið af jeppum sínum utan vega. Málinu lauk með tiltali frá lögreglu, en ekki var unnt að staðsetja brot mannanna nákvæmlega. „Lögin eru bara þannig að utanvegaakstur er bannaður á Íslandi,“ segir Sveinbjörn. Þó séu undantekningar á því, þar sem björgunarsveitir, bændur og vísindamenn fái að keyra utan vega. „Það sem við höfum verið að benda á er að sá utanvegaakstur er ekki leyfisskyldur.“ Hann segir að oft fari af stað umræða um utanvegaakstur, og hann oft sagður mikill, en leyfður utanvegaakstur sé hvergi skráður. Þá segir hann utanvegaakstur bannaðan, óháð því umhverfi sem ekið er um. „Lögin gera engar skilgreiningar á því hvernig umhverfið lítur út. Lagabókstafurinn er rosalega fast skilgreindur og það hefur oft verið bent á að það er verið að setja lög sem er jafnvel ekki farið eftir. Þú mátt til dæmis ekki keyra í fjöruborði. Þú mátt ekki á áreyrum, þar sem þú ert að leita þér að vaði til að fara yfir á. Í ströngum skilningi laganna máttu ekki keyra upp með ánni til þess að leita þér að betra vaði, heldurðu verður þú bara að fara þar sem vegurinn liggur,“ segir Sveinbjörn. Þá segist Sveinbjörn telja tilefni til endurskoðunar á lögunum. „Lögin eru þannig að það þarf að fara að endurskoða þetta, því það er verið að setja á okkur lög sem bæði er vonlaust að fylgja eftir og í öðru lagi þá eru menn ekkert að fylgja þeim.“ Vægari refsing ef brot er framið með bílaleigubíl Í áðurnefndum lögum um náttúruvernd frá 2013 er heimild til þess að gera ökutæki, sem notuð hafa verið við framningu brots á lögunum, upptæk. Sveinbjörn telur ákveðna mismunun felast í þessu. „Þarna bentum við á að þarna er verið að mismuna okkur. Ef þú ert á bílaleigubíl getur þú keyrt út um allt og ert bara sektaður um fjögur til fimm hundruð þúsund. Ef þetta hefði verið Íslendingur á sínum eigin bíl, þá hefði hann verið bara sektaður um fjögur til fimm hundruð þúsund og bíllinn tekinn af honum. Það er kannski ökutæki upp á tíu til fimmtán milljónir.“ Viðtalið við Sveinbjörn má heyra í spilaranum hér að ofan.
Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Máli jeppakallanna lauk með tiltali Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. 8. júlí 2020 08:41 „Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra“ Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri 7. júlí 2020 14:13 Segjast hafa fylgt öllum reglum en fengið morðhótanir fyrir Tékknesku jeppakarlarnir segjast ekki hafa komið hingað Íslands til að tæta upp íslenska náttúru. 8. júlí 2020 11:21 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Máli jeppakallanna lauk með tiltali Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. 8. júlí 2020 08:41
„Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra“ Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri 7. júlí 2020 14:13
Segjast hafa fylgt öllum reglum en fengið morðhótanir fyrir Tékknesku jeppakarlarnir segjast ekki hafa komið hingað Íslands til að tæta upp íslenska náttúru. 8. júlí 2020 11:21