Fótbolti

Sjáðu rauðu spjöldin og sigur­mark Suarez er Börsungar felldu erki­fjendurna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var mikill hiti er erkifjendurnir mættust á Camp Nou í gær.
Það var mikill hiti er erkifjendurnir mættust á Camp Nou í gær. vísir/getty

Það var hart barist er grannarnir í Barcelona og Espanyol áttust við í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær en einungis fimm kíómetrar eru á milli heimavalla liðanna.

Bæði liðin eru frá Katalóníu en með tapi í gær gátu Espanyol fallið. Hitinn var þar af leiðandi ansi mikill í leiknum og í tvígang þurfti dómari leiksins að fara í rassvasann og draga upp rauða spjaldið.

Fyrsta rauða spjaldið fékk hinn ungi Ansu Fati á 50. mínútu en fjórum mínútum áður hafði hann komið inn á sem varamaður. Nokkuð groddaraleg tækling og eftir VAR-skoðun fékk hann rautt.

Einungis þremur mínútum síðar urðu liðin hins vegar jöfn á nýjan leik því þá fékk Pol Lozano að líta rauða spjaldið einnig fyrir glórulausa tæklingu á Gerard Pique.

Sigurmarkið kom svo á 56. mínútu er Luis Suarez skoraði eftir darraðadans. Nokkuð afdrifaríkar sex mínútum fyrir Espanyol sem leikur í B-deildinni á næstu leiktíð.

Börsungar eru stigi á eftir Real Madrid á toppnum en Madrídingar leika ekki fyrr en á föstudagskvöldið er liðið fær Deportivo í heimsókn.

Klippa: Barcelona - Espanyol 1-0


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.