Fótbolti

Glódís framlengir við Rosengård

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir. vísir/vilhelm

Glódís Perla Viggósdóttir hefur framlengt samning sinn við sænska liðið Rosengård.

Nýr samningur Glódísar gildir til ársins 2022 en hún gekk í raðir liðsins árið 2017 frá Eskilstuna í Svíþjóð.

„Þetta verður spennandi ár með sænsku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir með liðinu,“ sagði Glódís.

Glódís lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með HK/Víkingi árið 2009, fjórtán ára gömul, en fór þaðan til Stjörnunnar áður en hún hélt til Svíþjóðar.

Hún hefur leikið 84 landsleiki, þrátt fyrir að vera einungis 25 ára, og skorað í þeim sex mörk. Einnig hefur hún farið á þrjú stórmót.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.