Fótbolti

Varð fyrir eldingu rétt fyrir út­spark

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ivan Zaborovskiy á æfingu Znamya.
Ivan Zaborovskiy á æfingu Znamya. vísir/twitter/znamya

Ivan Zaborovskiy, hinn sextán ára gamli markvörður Znamya Truda í Rússlandi, lenti heldur betur í því í gær er hann fékk eldingu í sig í þann mund sem hann var að fara taka útspark.

Znamya Truda er elsta félag í rússneska fótboltanum en félagið er nú í þriðju efstu deild. Þrátt fyrir ungan aldur æfir Ivan með aðalliði félagsins þar sem óhappið gerðist á æfingu liðsins í gær.

„Allir unnu mjög fljótt og gerðu þetta fagmannlega. Sjúkrabíllinn kom eftir átta mínútur. Hann náði ekki andanum og fékk fljótt hjálp sem bjargaði lífi hans,“ sagði Igor Mayorov, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

„Það var hvorki rigning né vindur. Ef það hefði verið þrumuveður þá hefðum við ekki æft og við hefðum farið inn í ræktarsalinn ef það hefði verið raunin.“

Zaborovskiy var keyrður á Orekhovo-Zuev spítalann í bænum þar sem Znamya er. Í yfirlýsingu frá félaginu þá segja þeir að hann sé við meðvitund og svari þegar hann er spurður að einhverju. Samkvæmt læknum er hann ekki í lífshættu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.