Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 14:52 Frá upplýsingafundi dagsins. Mynd/Lögreglan Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeildar Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. Verið er að skoða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda áfram skimun á landamærum Íslands eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki halda því áfram innan fárra daga. Meðal þess sem taka þarf á er að sýkla- og veirufræðudeild Landspítala getur greint 500 sýni á dag, en Íslensk erfðagreining hefur verið að greina töluvert fleiri. Þríeykið svokallaða var meðal annars spurt út í þetta á upplýsingafundi dagsins, af hverju stjórnvöld hafi ekki verið búin að efla greiningargetu Landspítalans í stað þess að treysta á Íslenska erfðagreiningu. „Það eru auðvitað margar vikur eða mánuður síðan var ákveðið að styrkja sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum en það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna, það er ekki von á því fyrr en í október,“ sagði Alma Möller landlæknir um þetta. Í máli Páls Þórhallssonar úr forsætisráðuneytinu kom fram að Landspítalinn væri á biðlista eftir tækjunum en í millitíðinni væri unnið að því að bæta annars konar búnað. Þórólfur Guðnasonar sóttvarnalæknis kom fram að afkastageta rannsóknarstofunnar væru brotalöm á kerfinu sem þyrfti skoða vel þegar faraldurinn yrði gerður upp. „Ég held að það sé alveg hárrétt að þetta er brotalöm í okkar viðbúnaði og þetta er einn af þeim hlutum sem við þurfum að taka til endurskoðunar þegar við gerum þennan faraldur upp. Það er afkastageta rannsóknarstofa til að greina og skima og svo framvegis. Þannig að það er alveg hárrétt að það er veikleiki en við vorum svo lánssöm að geta notið starfskrafta Íslenskrar erfðagreiningar og það er bara mjög ánægjulegt en við þurfum að skoða þessi mál, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeildar Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. Verið er að skoða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda áfram skimun á landamærum Íslands eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki halda því áfram innan fárra daga. Meðal þess sem taka þarf á er að sýkla- og veirufræðudeild Landspítala getur greint 500 sýni á dag, en Íslensk erfðagreining hefur verið að greina töluvert fleiri. Þríeykið svokallaða var meðal annars spurt út í þetta á upplýsingafundi dagsins, af hverju stjórnvöld hafi ekki verið búin að efla greiningargetu Landspítalans í stað þess að treysta á Íslenska erfðagreiningu. „Það eru auðvitað margar vikur eða mánuður síðan var ákveðið að styrkja sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum en það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna, það er ekki von á því fyrr en í október,“ sagði Alma Möller landlæknir um þetta. Í máli Páls Þórhallssonar úr forsætisráðuneytinu kom fram að Landspítalinn væri á biðlista eftir tækjunum en í millitíðinni væri unnið að því að bæta annars konar búnað. Þórólfur Guðnasonar sóttvarnalæknis kom fram að afkastageta rannsóknarstofunnar væru brotalöm á kerfinu sem þyrfti skoða vel þegar faraldurinn yrði gerður upp. „Ég held að það sé alveg hárrétt að þetta er brotalöm í okkar viðbúnaði og þetta er einn af þeim hlutum sem við þurfum að taka til endurskoðunar þegar við gerum þennan faraldur upp. Það er afkastageta rannsóknarstofa til að greina og skima og svo framvegis. Þannig að það er alveg hárrétt að það er veikleiki en við vorum svo lánssöm að geta notið starfskrafta Íslenskrar erfðagreiningar og það er bara mjög ánægjulegt en við þurfum að skoða þessi mál, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira