Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 14:52 Frá upplýsingafundi dagsins. Mynd/Lögreglan Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeildar Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. Verið er að skoða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda áfram skimun á landamærum Íslands eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki halda því áfram innan fárra daga. Meðal þess sem taka þarf á er að sýkla- og veirufræðudeild Landspítala getur greint 500 sýni á dag, en Íslensk erfðagreining hefur verið að greina töluvert fleiri. Þríeykið svokallaða var meðal annars spurt út í þetta á upplýsingafundi dagsins, af hverju stjórnvöld hafi ekki verið búin að efla greiningargetu Landspítalans í stað þess að treysta á Íslenska erfðagreiningu. „Það eru auðvitað margar vikur eða mánuður síðan var ákveðið að styrkja sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum en það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna, það er ekki von á því fyrr en í október,“ sagði Alma Möller landlæknir um þetta. Í máli Páls Þórhallssonar úr forsætisráðuneytinu kom fram að Landspítalinn væri á biðlista eftir tækjunum en í millitíðinni væri unnið að því að bæta annars konar búnað. Þórólfur Guðnasonar sóttvarnalæknis kom fram að afkastageta rannsóknarstofunnar væru brotalöm á kerfinu sem þyrfti skoða vel þegar faraldurinn yrði gerður upp. „Ég held að það sé alveg hárrétt að þetta er brotalöm í okkar viðbúnaði og þetta er einn af þeim hlutum sem við þurfum að taka til endurskoðunar þegar við gerum þennan faraldur upp. Það er afkastageta rannsóknarstofa til að greina og skima og svo framvegis. Þannig að það er alveg hárrétt að það er veikleiki en við vorum svo lánssöm að geta notið starfskrafta Íslenskrar erfðagreiningar og það er bara mjög ánægjulegt en við þurfum að skoða þessi mál, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeildar Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. Verið er að skoða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda áfram skimun á landamærum Íslands eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki halda því áfram innan fárra daga. Meðal þess sem taka þarf á er að sýkla- og veirufræðudeild Landspítala getur greint 500 sýni á dag, en Íslensk erfðagreining hefur verið að greina töluvert fleiri. Þríeykið svokallaða var meðal annars spurt út í þetta á upplýsingafundi dagsins, af hverju stjórnvöld hafi ekki verið búin að efla greiningargetu Landspítalans í stað þess að treysta á Íslenska erfðagreiningu. „Það eru auðvitað margar vikur eða mánuður síðan var ákveðið að styrkja sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum en það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna, það er ekki von á því fyrr en í október,“ sagði Alma Möller landlæknir um þetta. Í máli Páls Þórhallssonar úr forsætisráðuneytinu kom fram að Landspítalinn væri á biðlista eftir tækjunum en í millitíðinni væri unnið að því að bæta annars konar búnað. Þórólfur Guðnasonar sóttvarnalæknis kom fram að afkastageta rannsóknarstofunnar væru brotalöm á kerfinu sem þyrfti skoða vel þegar faraldurinn yrði gerður upp. „Ég held að það sé alveg hárrétt að þetta er brotalöm í okkar viðbúnaði og þetta er einn af þeim hlutum sem við þurfum að taka til endurskoðunar þegar við gerum þennan faraldur upp. Það er afkastageta rannsóknarstofa til að greina og skima og svo framvegis. Þannig að það er alveg hárrétt að það er veikleiki en við vorum svo lánssöm að geta notið starfskrafta Íslenskrar erfðagreiningar og það er bara mjög ánægjulegt en við þurfum að skoða þessi mál, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira