Jafnt hjá Arsenal og Leicester | Bæði lið töpuðu dýrmætum stigum

Ísak Hallmundarson skrifar
David Luiz og félagar eiga erfiðan leik í kvöld.
David Luiz og félagar eiga erfiðan leik í kvöld. vísir/getty

Arsenal og Leicester gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var leikur þar sem bæði liðin þurftu á þremur stigum að halda.

Arsenal byrjuðu betur og komust yfir á 21. mínútu þegar Bukayo Saka senti boltann á Pierre-Emerick Aubameyang sem skoraði. Var staðan í hálfleik 1-0 fyrir Arsenal.

Þetta leit vel út fyrir Arsenal allt þar til á 73. mínútu. Eddie Nketiah fór með takkana á undan sér í tæklingu og fékk gult spjald í fyrstu, en eftir að atvikið var skoðað í myndbandsdómgæslu var dæmt beint rautt spjald. Arsenal manni færri. 

Leicester nýtti sér liðsmuninn en það var markakóngurinn Jamie Vardy sem jafnaði metin á 84. mínútu. Átta mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og sóttu Leicester ívið meira en inn vildi boltinn ekki. Niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Bæði lið verða af dýrmætum stigum, Arsenal hefði getað jafnað Wolves sem eru í sjötta sæti að stigum og minnkað forskot Leicester í fjórða sætinu í sex stig. Leicester mistókst að komast aftur upp fyrir Chelsea í þriðja sætið og sitja nú í fjórða sæti, fjórum stigum á undan Manchester United sem geta minnkað muninn niður í eitt stig á fimmtudaginn með sigri gegn Aston Villa. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira