Innlent

Upp­lýsinga­fundur mitt í skimunar­ó­vissu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir hafa stýrt upplýsingafundum í kórónuveirufaraldrinum.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir hafa stýrt upplýsingafundum í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum Landlæknisembættisins í Katrínartúni. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Farið verður yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og kórónuveiruna hér á landi. Talsverðar sviptingar hafa verið í skimunarmálum síðasta sólarhringinn eftir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist hætta aðkomu að skimunum og slíta öllum veirutengdum samskiptum við landlækni og sóttvarnalækni. Enn sem komið er ríkir því óvissa um framtíðarfyrirkomulag skimana hér á landi.

Ekki kemur fram í tilkynningu hverjir taka til máls á fundinum en fundirnir hafa hingað til verið í höndum þríeykisins Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, Ölmu Möller landlæknis og Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns.

Líkt og áður segir verður sýnt beint frá fundinum klukkan 14 í dag hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.