Innlent

Sjö smit greindust við skimun á landa­mærum

Atli Ísleifsson skrifar
Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja.
Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja. Vísir/vilhelm

Alls greindust sjö með kórónuveiru við skimun á landamærum í gær. Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is, þar sem segir ennfremur að ekkert innanlandssmit hafi greinst síðasta sólarhringinn. Þá segir einnig að þeir þrír sem greindust við skimun á landamærun á sunnudag hafi allir verið með mótefni.

Alls eru nú sextán með veirusmit og í einangrun og eru 279 manns nú í sóttkví. Alls hafa 1.873 smit greinst hér á landi frá 28. febrúar.

1.319 sýni voru tekin á landamærunum í gær, 127 á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 58 hjá Íslenskri erfðagreiningu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.