Sex tíma aðgerð við að ná öngli úr maga Brútusar Kormáks Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2020 23:45 Brútus Kormákur er bara sex mánaða en hann fékk að fara með eiganda sínum Kolbeini Helga Kristjánssyni í veiðiferð um helgina, komst þar í öngul sem hann í hvolpaskap gleypti í sig með skelfilegum afleiðingum. Myndir úr einkasafni „Já, þetta var skellur. Ég vil minna hundaeigendur á að fylgjast vel með hundunum sínum þegar þeir eru við veiðar,“ segir Kolbeinn Helgi Kristjánsson í samtali við Vísi. Gleypti öngul með skelfilegum afleiðingum Brútus Kormákur, hundur hans af tegundinni Labrador, fékk að fara með í veiðiferð ásamt eiganda sínum Kolbeini Helga og félögum hans í veiðifélaginu Skaufi og Næs en þeir voru á Arnarvatnsheiði, í þar sem heitir Arnarvatni litla, þegar Brútus Kormákur, sem er bara sex mánaða, gerði sér lítið fyrir og gleypti öngul. Hér getur að líta röntgenmynd af maga hundsins. Eins og Kolbeinn Helgi skilur þetta var öngullinn neðst í vélinda og aðeins niður í maga, þar uppi við rifbein og þindina. Þannig að afar snúið var að ná önglinum úr dýrinu. Það kostað bráðaaðgerð í kjölfarið og var mjög tvísýnt um að hundurinn hefði það af að sögn Kolbeins Helga. Í hann var hringt meðan Brútus Kormákur var í aðgerð og sagt að hann gæti allt eins búið sig undir það að hundurinn myndi ekki hafa það af. Þá hafði Brútus Kormákur verið tvo tíma á skurðarborðinu. „Það runnu þakklætistár þegar við fengum að vita að hann hefði lifað aðgerðina af,“ segir Kolbeinn Helgi sem er dýralæknunum afar þakklátur. Þetta var á laugardaginn sem Brútus Kormákur komst í öngulinn. Kolbeinn Helgi hafði verið við veiðar í fjóra tíma, og fór strax í bæinn þegar þetta kom upp. Hann hafði þá gert ágæta veiði, fengið fimm fiska – bleikjur og urriða. Fljótlega eftir að heim var komið var farið með Brútus Kormák til dýralæknis. Betra að tryggja dýrin því aðgerðir eru dýrar „Sem betur fer náði Tóta dýralæknir í Mosó að bjarga greyinu eftir að hafa kallað út 3 dýralækna og redda þessu. Hún sagði að þetta hefði verið ein erfiðasta aðgerð sem hún hefur lent í á sínu ferli og erum við ákaflega þakklát fyrir að þau hafi fórnað sér í 6 tíma brútal aðgerð á sunnudagskvöldi. Miklar hetjur að bjarga einum kærum fjölskyldumeðlim,“ segir Kolbeinn Helgi en hann setti jafnframt frásögn sína inn á Fb-hópinn Veiðidellan er frábær, mönnum til áminningar. Brútus Kormákur ánægður með lífið á bakkanum. Því miður fór hann sér að voða og gleypti öngul í öllum fögnuðinum.mynd úr einkasafni. „Held það sé gott að minna fólk á að tryggja dýrin líka því þetta kostaði 500 þúsund. TM fær hrós fyrir að hringja 10 mínútum eftir að þeir fengu tölvupóst og græja þetta. Ágætt að minna á þetta því ég gerði mér enga grein fyrir því hvað þetta getur verið stórt mál og ég hef ekki séð neina umræðu um þetta. Segir sig sjálfsagt sjálft en manni finnst einhvern veginn eðlilegt að hafa hundinn lausan á bakkanum með sér og býst ekki við því að það séu svona miklar hættur á bakkanum,“ segir Kolbeinn Helgi að endingu. Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
„Já, þetta var skellur. Ég vil minna hundaeigendur á að fylgjast vel með hundunum sínum þegar þeir eru við veiðar,“ segir Kolbeinn Helgi Kristjánsson í samtali við Vísi. Gleypti öngul með skelfilegum afleiðingum Brútus Kormákur, hundur hans af tegundinni Labrador, fékk að fara með í veiðiferð ásamt eiganda sínum Kolbeini Helga og félögum hans í veiðifélaginu Skaufi og Næs en þeir voru á Arnarvatnsheiði, í þar sem heitir Arnarvatni litla, þegar Brútus Kormákur, sem er bara sex mánaða, gerði sér lítið fyrir og gleypti öngul. Hér getur að líta röntgenmynd af maga hundsins. Eins og Kolbeinn Helgi skilur þetta var öngullinn neðst í vélinda og aðeins niður í maga, þar uppi við rifbein og þindina. Þannig að afar snúið var að ná önglinum úr dýrinu. Það kostað bráðaaðgerð í kjölfarið og var mjög tvísýnt um að hundurinn hefði það af að sögn Kolbeins Helga. Í hann var hringt meðan Brútus Kormákur var í aðgerð og sagt að hann gæti allt eins búið sig undir það að hundurinn myndi ekki hafa það af. Þá hafði Brútus Kormákur verið tvo tíma á skurðarborðinu. „Það runnu þakklætistár þegar við fengum að vita að hann hefði lifað aðgerðina af,“ segir Kolbeinn Helgi sem er dýralæknunum afar þakklátur. Þetta var á laugardaginn sem Brútus Kormákur komst í öngulinn. Kolbeinn Helgi hafði verið við veiðar í fjóra tíma, og fór strax í bæinn þegar þetta kom upp. Hann hafði þá gert ágæta veiði, fengið fimm fiska – bleikjur og urriða. Fljótlega eftir að heim var komið var farið með Brútus Kormák til dýralæknis. Betra að tryggja dýrin því aðgerðir eru dýrar „Sem betur fer náði Tóta dýralæknir í Mosó að bjarga greyinu eftir að hafa kallað út 3 dýralækna og redda þessu. Hún sagði að þetta hefði verið ein erfiðasta aðgerð sem hún hefur lent í á sínu ferli og erum við ákaflega þakklát fyrir að þau hafi fórnað sér í 6 tíma brútal aðgerð á sunnudagskvöldi. Miklar hetjur að bjarga einum kærum fjölskyldumeðlim,“ segir Kolbeinn Helgi en hann setti jafnframt frásögn sína inn á Fb-hópinn Veiðidellan er frábær, mönnum til áminningar. Brútus Kormákur ánægður með lífið á bakkanum. Því miður fór hann sér að voða og gleypti öngul í öllum fögnuðinum.mynd úr einkasafni. „Held það sé gott að minna fólk á að tryggja dýrin líka því þetta kostaði 500 þúsund. TM fær hrós fyrir að hringja 10 mínútum eftir að þeir fengu tölvupóst og græja þetta. Ágætt að minna á þetta því ég gerði mér enga grein fyrir því hvað þetta getur verið stórt mál og ég hef ekki séð neina umræðu um þetta. Segir sig sjálfsagt sjálft en manni finnst einhvern veginn eðlilegt að hafa hundinn lausan á bakkanum með sér og býst ekki við því að það séu svona miklar hættur á bakkanum,“ segir Kolbeinn Helgi að endingu.
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira