Snöggir að ýta upp nýjum garði til að verjast Kötlu Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2020 22:47 Jóhann Guðlaugsson ýtustjóri og annar eigenda verktakafyrirtækisins Framrásar ehf. í Vík. Stöð 2/Einar Árnason. Það tók heimamenn í Vík í Mýrdal einungis sex vikur að reisa nýjan varnargarð austan við þorpið til að verja það gagnvart Kötluhlaupi, en jafnframt þurfti að hækka hringveginn þar sem hann liggur yfir garðinn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar við ætluðum að mynda verktakana að búa til garðinn, sem liggur út frá Víkurkletti, gripum við í tómt. Varnargarðurinn er kominn og líka búið að hækka og malbika þjóðveginn yfir garðinn. Það eru meira að segja tvær eða þrjár vikur liðnar frá því vinnuvélarnar fóru af svæðinu. Nýi varnargarðurinn liggur út frá Víkurkletti, sem sést vinstra megin, og er að meðaltali 2-3ja metra hár. Jafnframt þurfti að hækka hringveginn á 420 metra kafla.Stöð 2/Einar Árnason. Það eru aðeins rétt tveir mánuðir frá því Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda um verkið, fyrirtækið Framrás í Vík, en verklok eiga að vera 15. september í haust. „Já, já. Við erum langt komnir með hann og komum til með að klára hann í haust,“ segir Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og eigandi Framrásar ehf., þegar við spyrjum um framvinduna en okkur sýnist garðurinn nánast vera tilbúinn. „Það er eftir svona fremri hlutinn af honum og svo setjum við aðeins grjót á hann.“ Starfsmenn verktakans sáum við úti við Múlakvísl að sækja efni í næsta verk en þaðan var efnið líka sótt í varnargarðinn. En teljast menn ekki hafa verið snöggir að þessu? „Þetta gekk mjög vel, jú. Það þarf mikið að ganga á. Það er stórt verk framundan,“ svarar Jóhann. Það er í raun Katla sjálf sem skaffar efnið í varnargarðinn því það er sótt í farveg Múlakvíslar.Stöð 2/Einar Árnason. Þeir eru fimm talsins, allt heimamenn, og ákváðu að drífa af varnargarðinn til að geta skellt sér í næsta verk, sem er að gera nýtt hringtorg á móts við Víkurskála og endurbæta þjóðveginn í gegnum þorpið. Þetta er þriðji varnargarðurinn sem rís austan Víkur til að verjast hugsanlegri flóðbylgju niður Mýrdalssand um farveg Múlakvíslar. -Heldurðu að hann muni gagnast? „Það hefur enginn trú á að Katla komi hérna.“ -En það er kannski betra að vera.. þú tryggir ekki eftirá, eins og menn segja. „Nei, nei.“ En Víkurbúar ættu vonandi núna úr þessu að geta sofið rólegri gagnvart Kötlu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hér má heyra hversvegna sveitarstjórinn telur varnargarðinn mikilvægan. Mýrdalshreppur Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Katla Tengdar fréttir Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. 7. apríl 2020 21:44 Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Það tók heimamenn í Vík í Mýrdal einungis sex vikur að reisa nýjan varnargarð austan við þorpið til að verja það gagnvart Kötluhlaupi, en jafnframt þurfti að hækka hringveginn þar sem hann liggur yfir garðinn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar við ætluðum að mynda verktakana að búa til garðinn, sem liggur út frá Víkurkletti, gripum við í tómt. Varnargarðurinn er kominn og líka búið að hækka og malbika þjóðveginn yfir garðinn. Það eru meira að segja tvær eða þrjár vikur liðnar frá því vinnuvélarnar fóru af svæðinu. Nýi varnargarðurinn liggur út frá Víkurkletti, sem sést vinstra megin, og er að meðaltali 2-3ja metra hár. Jafnframt þurfti að hækka hringveginn á 420 metra kafla.Stöð 2/Einar Árnason. Það eru aðeins rétt tveir mánuðir frá því Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda um verkið, fyrirtækið Framrás í Vík, en verklok eiga að vera 15. september í haust. „Já, já. Við erum langt komnir með hann og komum til með að klára hann í haust,“ segir Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og eigandi Framrásar ehf., þegar við spyrjum um framvinduna en okkur sýnist garðurinn nánast vera tilbúinn. „Það er eftir svona fremri hlutinn af honum og svo setjum við aðeins grjót á hann.“ Starfsmenn verktakans sáum við úti við Múlakvísl að sækja efni í næsta verk en þaðan var efnið líka sótt í varnargarðinn. En teljast menn ekki hafa verið snöggir að þessu? „Þetta gekk mjög vel, jú. Það þarf mikið að ganga á. Það er stórt verk framundan,“ svarar Jóhann. Það er í raun Katla sjálf sem skaffar efnið í varnargarðinn því það er sótt í farveg Múlakvíslar.Stöð 2/Einar Árnason. Þeir eru fimm talsins, allt heimamenn, og ákváðu að drífa af varnargarðinn til að geta skellt sér í næsta verk, sem er að gera nýtt hringtorg á móts við Víkurskála og endurbæta þjóðveginn í gegnum þorpið. Þetta er þriðji varnargarðurinn sem rís austan Víkur til að verjast hugsanlegri flóðbylgju niður Mýrdalssand um farveg Múlakvíslar. -Heldurðu að hann muni gagnast? „Það hefur enginn trú á að Katla komi hérna.“ -En það er kannski betra að vera.. þú tryggir ekki eftirá, eins og menn segja. „Nei, nei.“ En Víkurbúar ættu vonandi núna úr þessu að geta sofið rólegri gagnvart Kötlu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hér má heyra hversvegna sveitarstjórinn telur varnargarðinn mikilvægan.
Mýrdalshreppur Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Katla Tengdar fréttir Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. 7. apríl 2020 21:44 Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. 7. apríl 2020 21:44
Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51