Fótbolti

Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann skoraði sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni og lagði upp í sigri

Ísak Hallmundarson skrifar
Ísak Bergmann byrjar frábærlega í sænsku úrvalsdeildinni.
Ísak Bergmann byrjar frábærlega í sænsku úrvalsdeildinni. mynd/norrköping ifk twitter

Ísak Bergmann Jóhannesson fór á kostum í liði IFK Norrköpping í sigri á Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði fyrsta markið og lagði síðan upp annað markið í 3-1 sigri.

Markið skoraði Ísak á 26. mínútu leiks og var það hans fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni en þetta var þriðji leikur hans í deildinni. Afar fallegt mark það.

Gautaborg jöfnuðu á 72. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar náði Norrköpping aftur forystunni þegar Ísak gaf stoðsendingu á Lars Gerson sem skoraði. Ísaki var síðan skipt út af á 87. mínútu en í uppbótartíma innsiglaði Pontus Almqvist 3-1 sigur Norrköpping sem sitja nú í efsta sæti deildarinnar með sextán stig eftir sex umferðir. 

Frábær byrjun hjá hinum 17 ára gamla Ísaki sem hefur nú skorað eitt mark og lagt upp þrjú í sænsku úrvalsdeildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.