Fótbolti

Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann skoraði sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni og lagði upp í sigri

Ísak Hallmundarson skrifar
Ísak Bergmann byrjar frábærlega í sænsku úrvalsdeildinni.
Ísak Bergmann byrjar frábærlega í sænsku úrvalsdeildinni. mynd/norrköping ifk twitter

Ísak Bergmann Jóhannesson fór á kostum í liði IFK Norrköpping í sigri á Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði fyrsta markið og lagði síðan upp annað markið í 3-1 sigri.

Markið skoraði Ísak á 26. mínútu leiks og var það hans fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni en þetta var þriðji leikur hans í deildinni. Afar fallegt mark það.

Gautaborg jöfnuðu á 72. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar náði Norrköpping aftur forystunni þegar Ísak gaf stoðsendingu á Lars Gerson sem skoraði. Ísaki var síðan skipt út af á 87. mínútu en í uppbótartíma innsiglaði Pontus Almqvist 3-1 sigur Norrköpping sem sitja nú í efsta sæti deildarinnar með sextán stig eftir sex umferðir. 

Frábær byrjun hjá hinum 17 ára gamla Ísaki sem hefur nú skorað eitt mark og lagt upp þrjú í sænsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×