Erlent

Faraldurinn í sókn í Ástralíu og Indlandi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Lögregluþjónar gæta þess að enginn fari inn í þessa blokk í Melbourne, þar sem allir íbúar eru í sóttkví.
Lögregluþjónar gæta þess að enginn fari inn í þessa blokk í Melbourne, þar sem allir íbúar eru í sóttkví. AP/Andy Brownbill

Stjórnvöld í Ástralíu lokuðu í dag fylkjamörkum Nýja Suður-Wales og Viktoríu vegna kórónuveirufaraldursins.

Langflest nýju tilfellin í Viktoríu hafa komið upp í fylkishöfuðborginni Melbourne. Undanfarnar tvær vikur hafa 95 prósent allra tilfella greinst í fylkinu en þar virðist faraldurinn vera kominn aftur í sókn. Því hefur verið ákveðið að loka á milli Viktoríu og Nýja Suður-Wales, en önnur fylkjamörk hafa verið lokuð undanfarna mánuði.

„Við erum öll sammála um að það besta í stöðunni sé að loka fylkjamörkunum. Fólkið í Nýja Suður-Wales mun sjá um að framfylgja þessu svo við getum einbeitt okkur að baráttunni gegn faraldrinum,“ sagði forsætisráðherra Viktoríufylkis í dag.

Staðan er sömuleiðis að versna á Indlandi, þar sem rúmlega 24 þúsund tilfelli greindust síðasta sólahringinn. Alls hafa tæplega 700 þúsund tilfelli greinst á Indlandi og eru smitaðir einungis fleiri í Brasilíu og Bandaríkjunum.

Faraldurinn á Indlandi hefur bitnað verst á fátækustu íbúum landsins. Margir eiga einfaldlega ekki efni á því að halda sig heima eða eiga jafnvel hvergi heima.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.