Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. júlí 2020 14:19 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 239 sérfræðingar sendu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, bréf þess efnis að gögn bendi til að smærri agnir geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Fram að þessu hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að kórónuveiran, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, berist á milli fólks með svokölluðu snerti- eða dropasmiti, til dæmist þegar smitað fólk hóstar, hnerrar eða talar. Smitið berist þegar fólk komist í snertingu við mengaðan hlut eða fær á sig dropa frá smituðum einstakling. Vísindamennirnir 239 sem koma frá 32 löndum vara við því að gögn bendi til að veiran geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. WHO þurfi að endurmeta leiðbeiningar sínar vegna þess. Vísindamennirnir hyggjast birta grein um álit sitt í vísindariti í næstu viku, að sögn New York Times. Yfirmaður smitvarna hjá WHO efast þá ályktun að veiran berist með lofti. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fundi WHO í Sviss vegna kórónuveirunnar. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa verið sein að taka við nýjum upplýsingum um kórónuveirunar.EPA-EFE/FABRICE COFFRINI Þá hafa margir bent á að stofnunin hafi í faraldrinum verið svifasein og haldið fast í ályktanir sínar þrátt fyrir að nýir hlutir hafi verið komnir í ljós. Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að aðstæður í þeim löndum sem þar sem faraldurinn breiðist hvað hraðast út séu allt aðrar en hér á landi. Hann segir jafnframt að þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst hér á landi hafi komið upp smit sem hafi mögulega borist með lofti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 5. júlí 2020 20:45 Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59 Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. 3. júlí 2020 06:17 Mest lesið Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 239 sérfræðingar sendu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, bréf þess efnis að gögn bendi til að smærri agnir geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Fram að þessu hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að kórónuveiran, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, berist á milli fólks með svokölluðu snerti- eða dropasmiti, til dæmist þegar smitað fólk hóstar, hnerrar eða talar. Smitið berist þegar fólk komist í snertingu við mengaðan hlut eða fær á sig dropa frá smituðum einstakling. Vísindamennirnir 239 sem koma frá 32 löndum vara við því að gögn bendi til að veiran geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. WHO þurfi að endurmeta leiðbeiningar sínar vegna þess. Vísindamennirnir hyggjast birta grein um álit sitt í vísindariti í næstu viku, að sögn New York Times. Yfirmaður smitvarna hjá WHO efast þá ályktun að veiran berist með lofti. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fundi WHO í Sviss vegna kórónuveirunnar. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa verið sein að taka við nýjum upplýsingum um kórónuveirunar.EPA-EFE/FABRICE COFFRINI Þá hafa margir bent á að stofnunin hafi í faraldrinum verið svifasein og haldið fast í ályktanir sínar þrátt fyrir að nýir hlutir hafi verið komnir í ljós. Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að aðstæður í þeim löndum sem þar sem faraldurinn breiðist hvað hraðast út séu allt aðrar en hér á landi. Hann segir jafnframt að þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst hér á landi hafi komið upp smit sem hafi mögulega borist með lofti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 5. júlí 2020 20:45 Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59 Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. 3. júlí 2020 06:17 Mest lesið Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 5. júlí 2020 20:45
Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59
Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. 3. júlí 2020 06:17