Fótbolti

Kærðu liðs­fé­laga til lög­reglunnar eftir ferð í mið­bæ Köben

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marcus var annar þeirra sem fékk að finna fyrir höggum Alexanders.
Marcus var annar þeirra sem fékk að finna fyrir höggum Alexanders. vísir/getty

Næstved er félag sem spilar í dönsku B-deildinni. Undanfarnar vikur og mánuði hefur félagið oftar en ekki komið sér í fyrirsagnirnar varðandi eitthvað allt annað en fótbolta.

Nú hafa þeir enn eina ferðina komið sér í fréttirnar en einn leikmaður liðsins, Alexander Schmitt, er sagður hafa lúskrað á tveimur liðsfélögum sínum eftir ferð á næturlíf Kaupmannahafnar.

Þeir Hendrik Starostzik og Marcus Mlynikowski fóru ásamt Schmitt út á lífið. Þeir ætluðu að eiga huggulega kvöldstund en það endaði á því að Schmitt byrjaði á að taka í Marcus áður en Hendrik varð fyrir barðinu.

Hendrik hefur yfirgefið félagið en þeir Marcus og Alexander spila enn saman hjá Næstved sem er í fallsæti í dönsku B-deildinni. Þeir eru níu stigum frá öruggu sæti er fjórar umferðir eru eftir.

Félagið hefur staðfest að málið sé komið á borð lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×