Rafvæðingin að bresta á en kostnaðarsamt ef tengja á stóru skemmtiferðaskipin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2020 10:06 Það þarf svera kapla til að rafvæða höfnina. Vísir/Tryggvi Páll Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. Akureyrarbær tók nýverið við 44 milljóna króna styrk til rafvæðingu hafna á Akureyri. Hann verður nýttur til þess að rafvæða Tangabryggju, þar sem ákveðin stærð af skipum mun geta tengst rafmagni. „Þá erum við að tala um allra minnstu skemmtiferðaskipin og síðar fraktskip, jafnvel varðskip og rannsóknarskip,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri. Hann er ánægður með framlagið frá ríkinu, en um mjög kostnaðarsama framkvæmd er að ræða. „Bara til þess að ná minnstu skipunum, minni skemmtiferðaskipum og fraktskipum þá er kostnaðurinn í kringum hálfan milljarð, 500-600 milljónir en þetta er verulega gott start í þetta verkefni og kemur að góðum notum,“ segir Pétur. Rafvæðing hafna hefur verið tengd við umhverfisvernd, þannig að stór skip geti tengst umhverfisvænni orku, í stað þess að brenna jarðefnaeldsneyti, þegar þau liggja í höfn. Frá AkureyriVísir/Tryggvi Páll Þessi umræða hefur verið hávær á Akureyri, þar sem fjöldi stórra skemmtiferðaskipa leggst við Oddeyrarbryggju á sumri hverju, í grennd við þá bryggju sem nú er verið að rafvæða. Er raunhæft að ætla að tengja þau við rafmagn? „Ég held að menn verði allavega að fylgjast með og sjá hvernig þróunin verður í heiminum. Að koma köplum á þetta svæði hérna, við erum að tala um 1,3-1,5 milljarða sem eru gríðarlegir fjármunir og tímabilið á Íslandi varðandi stór skemmtiferðaskip er mjög stutt, þrír til fjórir mánuðir þannig að það orkar tvímælis hvort að þetta sé hagkvæmt.“ Finnið þið fyrir að það sé kallað eftir þessu að viðskiptavinum ykkar? „Menn eru farnir að senda fyrirspurnir, hvort að þetta sé til staðar, það er að aukast.“ Umhverfismál Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fá 43,8 milljónir til rafvæðingar Akureyrarhafnar Ríkisstjórnin mun veita Akureyrarhöfn styrk að upphæð 43,8 milljónir króna til þess að stuðla að rafvæðingu hafnarinnar. 11. júní 2020 11:13 Rafvæðingunni ætlað að draga úr núverandi losun um 20 prósent Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. 15. maí 2020 12:35 210 milljónir til rafvæðingar hafna víðs vegar um land Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna víðs vegar um land. 15. maí 2020 11:52 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. Akureyrarbær tók nýverið við 44 milljóna króna styrk til rafvæðingu hafna á Akureyri. Hann verður nýttur til þess að rafvæða Tangabryggju, þar sem ákveðin stærð af skipum mun geta tengst rafmagni. „Þá erum við að tala um allra minnstu skemmtiferðaskipin og síðar fraktskip, jafnvel varðskip og rannsóknarskip,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri. Hann er ánægður með framlagið frá ríkinu, en um mjög kostnaðarsama framkvæmd er að ræða. „Bara til þess að ná minnstu skipunum, minni skemmtiferðaskipum og fraktskipum þá er kostnaðurinn í kringum hálfan milljarð, 500-600 milljónir en þetta er verulega gott start í þetta verkefni og kemur að góðum notum,“ segir Pétur. Rafvæðing hafna hefur verið tengd við umhverfisvernd, þannig að stór skip geti tengst umhverfisvænni orku, í stað þess að brenna jarðefnaeldsneyti, þegar þau liggja í höfn. Frá AkureyriVísir/Tryggvi Páll Þessi umræða hefur verið hávær á Akureyri, þar sem fjöldi stórra skemmtiferðaskipa leggst við Oddeyrarbryggju á sumri hverju, í grennd við þá bryggju sem nú er verið að rafvæða. Er raunhæft að ætla að tengja þau við rafmagn? „Ég held að menn verði allavega að fylgjast með og sjá hvernig þróunin verður í heiminum. Að koma köplum á þetta svæði hérna, við erum að tala um 1,3-1,5 milljarða sem eru gríðarlegir fjármunir og tímabilið á Íslandi varðandi stór skemmtiferðaskip er mjög stutt, þrír til fjórir mánuðir þannig að það orkar tvímælis hvort að þetta sé hagkvæmt.“ Finnið þið fyrir að það sé kallað eftir þessu að viðskiptavinum ykkar? „Menn eru farnir að senda fyrirspurnir, hvort að þetta sé til staðar, það er að aukast.“
Umhverfismál Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fá 43,8 milljónir til rafvæðingar Akureyrarhafnar Ríkisstjórnin mun veita Akureyrarhöfn styrk að upphæð 43,8 milljónir króna til þess að stuðla að rafvæðingu hafnarinnar. 11. júní 2020 11:13 Rafvæðingunni ætlað að draga úr núverandi losun um 20 prósent Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. 15. maí 2020 12:35 210 milljónir til rafvæðingar hafna víðs vegar um land Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna víðs vegar um land. 15. maí 2020 11:52 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Fá 43,8 milljónir til rafvæðingar Akureyrarhafnar Ríkisstjórnin mun veita Akureyrarhöfn styrk að upphæð 43,8 milljónir króna til þess að stuðla að rafvæðingu hafnarinnar. 11. júní 2020 11:13
Rafvæðingunni ætlað að draga úr núverandi losun um 20 prósent Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. 15. maí 2020 12:35
210 milljónir til rafvæðingar hafna víðs vegar um land Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna víðs vegar um land. 15. maí 2020 11:52