Rafvæðingin að bresta á en kostnaðarsamt ef tengja á stóru skemmtiferðaskipin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2020 10:06 Það þarf svera kapla til að rafvæða höfnina. Vísir/Tryggvi Páll Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. Akureyrarbær tók nýverið við 44 milljóna króna styrk til rafvæðingu hafna á Akureyri. Hann verður nýttur til þess að rafvæða Tangabryggju, þar sem ákveðin stærð af skipum mun geta tengst rafmagni. „Þá erum við að tala um allra minnstu skemmtiferðaskipin og síðar fraktskip, jafnvel varðskip og rannsóknarskip,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri. Hann er ánægður með framlagið frá ríkinu, en um mjög kostnaðarsama framkvæmd er að ræða. „Bara til þess að ná minnstu skipunum, minni skemmtiferðaskipum og fraktskipum þá er kostnaðurinn í kringum hálfan milljarð, 500-600 milljónir en þetta er verulega gott start í þetta verkefni og kemur að góðum notum,“ segir Pétur. Rafvæðing hafna hefur verið tengd við umhverfisvernd, þannig að stór skip geti tengst umhverfisvænni orku, í stað þess að brenna jarðefnaeldsneyti, þegar þau liggja í höfn. Frá AkureyriVísir/Tryggvi Páll Þessi umræða hefur verið hávær á Akureyri, þar sem fjöldi stórra skemmtiferðaskipa leggst við Oddeyrarbryggju á sumri hverju, í grennd við þá bryggju sem nú er verið að rafvæða. Er raunhæft að ætla að tengja þau við rafmagn? „Ég held að menn verði allavega að fylgjast með og sjá hvernig þróunin verður í heiminum. Að koma köplum á þetta svæði hérna, við erum að tala um 1,3-1,5 milljarða sem eru gríðarlegir fjármunir og tímabilið á Íslandi varðandi stór skemmtiferðaskip er mjög stutt, þrír til fjórir mánuðir þannig að það orkar tvímælis hvort að þetta sé hagkvæmt.“ Finnið þið fyrir að það sé kallað eftir þessu að viðskiptavinum ykkar? „Menn eru farnir að senda fyrirspurnir, hvort að þetta sé til staðar, það er að aukast.“ Umhverfismál Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fá 43,8 milljónir til rafvæðingar Akureyrarhafnar Ríkisstjórnin mun veita Akureyrarhöfn styrk að upphæð 43,8 milljónir króna til þess að stuðla að rafvæðingu hafnarinnar. 11. júní 2020 11:13 Rafvæðingunni ætlað að draga úr núverandi losun um 20 prósent Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. 15. maí 2020 12:35 210 milljónir til rafvæðingar hafna víðs vegar um land Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna víðs vegar um land. 15. maí 2020 11:52 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. Akureyrarbær tók nýverið við 44 milljóna króna styrk til rafvæðingu hafna á Akureyri. Hann verður nýttur til þess að rafvæða Tangabryggju, þar sem ákveðin stærð af skipum mun geta tengst rafmagni. „Þá erum við að tala um allra minnstu skemmtiferðaskipin og síðar fraktskip, jafnvel varðskip og rannsóknarskip,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri. Hann er ánægður með framlagið frá ríkinu, en um mjög kostnaðarsama framkvæmd er að ræða. „Bara til þess að ná minnstu skipunum, minni skemmtiferðaskipum og fraktskipum þá er kostnaðurinn í kringum hálfan milljarð, 500-600 milljónir en þetta er verulega gott start í þetta verkefni og kemur að góðum notum,“ segir Pétur. Rafvæðing hafna hefur verið tengd við umhverfisvernd, þannig að stór skip geti tengst umhverfisvænni orku, í stað þess að brenna jarðefnaeldsneyti, þegar þau liggja í höfn. Frá AkureyriVísir/Tryggvi Páll Þessi umræða hefur verið hávær á Akureyri, þar sem fjöldi stórra skemmtiferðaskipa leggst við Oddeyrarbryggju á sumri hverju, í grennd við þá bryggju sem nú er verið að rafvæða. Er raunhæft að ætla að tengja þau við rafmagn? „Ég held að menn verði allavega að fylgjast með og sjá hvernig þróunin verður í heiminum. Að koma köplum á þetta svæði hérna, við erum að tala um 1,3-1,5 milljarða sem eru gríðarlegir fjármunir og tímabilið á Íslandi varðandi stór skemmtiferðaskip er mjög stutt, þrír til fjórir mánuðir þannig að það orkar tvímælis hvort að þetta sé hagkvæmt.“ Finnið þið fyrir að það sé kallað eftir þessu að viðskiptavinum ykkar? „Menn eru farnir að senda fyrirspurnir, hvort að þetta sé til staðar, það er að aukast.“
Umhverfismál Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fá 43,8 milljónir til rafvæðingar Akureyrarhafnar Ríkisstjórnin mun veita Akureyrarhöfn styrk að upphæð 43,8 milljónir króna til þess að stuðla að rafvæðingu hafnarinnar. 11. júní 2020 11:13 Rafvæðingunni ætlað að draga úr núverandi losun um 20 prósent Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. 15. maí 2020 12:35 210 milljónir til rafvæðingar hafna víðs vegar um land Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna víðs vegar um land. 15. maí 2020 11:52 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Fá 43,8 milljónir til rafvæðingar Akureyrarhafnar Ríkisstjórnin mun veita Akureyrarhöfn styrk að upphæð 43,8 milljónir króna til þess að stuðla að rafvæðingu hafnarinnar. 11. júní 2020 11:13
Rafvæðingunni ætlað að draga úr núverandi losun um 20 prósent Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. 15. maí 2020 12:35
210 milljónir til rafvæðingar hafna víðs vegar um land Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna víðs vegar um land. 15. maí 2020 11:52