Innlent

210 milljónir til raf­væðingar hafna víðs vegar um land

Atli Ísleifsson skrifar
Tæpar 44 milljónir fara til hafnarinnar á Akureyri
Tæpar 44 milljónir fara til hafnarinnar á Akureyri Vísir/Vilhelm

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna víðs vegar um land.

Í tilkynningu á vef ráðuneytisins kemur fram að verkefnið sé hluti af fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 heimsfaraldursins.

Alls verður 210 milljónum króna veitt til styrkja til að stuðla að frekari rafvæðingu hafna og skiptist styrkféð með eftirfarandi hætti.

Styrkir eru veittir til þeirra hafna sem settu fram verkefni sem féllu að skilyrðum átaksins. Verkefni sem styrkt verða þurfa að hefjast eigi síðar en 1. september 2020 og vera lokið fyrir 1. apríl 2021,“ segir í tilkynningunni.

Eftirfarandi hljóta styrk:

  • Akureyri - 43,8 milljónir
  • Dalvík - 10,3 milljónir
  • Faxaflóahafnir - 100,0 milljónir
  • Fjarðabyggð - 11,5 milljónir
  • Hafnarfjörður - 12,0 milljónir
  • Reykjanesbær - 12,0 milljónir
  • Seyðisfjörður - 8,9 milljónir
  • Snæfellsbær - 6,2 milljónir
  • Vestmannaeyjar - 3,4 milljónir
  • Þorlákshöfn - 1,9 milljónir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×