Rafvæðingunni ætlað að draga úr núverandi losun um 20 prósent Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2020 12:35 Frá undirrituninni við Skrafabakka í dag. Vísir/Egill Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. Það voru fulltrúar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, Faxaflóahafna, Veitna, Samskips og Eimskips sem undirrituðu viljayfirlýsinguna en búnaðinum er ætlað að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og staðbundinni loftmengun frá starfsemi hafnarsvæða í Reykjavík. Fyrsti áfanginn Í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kemur fram að um sé að ræða fyrsta áfanga í því verkefni að tryggja raftengingar fyrir stærri skip í höfnum á Íslandi. „Áætlað er að rafvæðingin í þessum áfanga komi til með að draga úr bruna á yfir 660 þúsund lítrum af olíu og draga þannig úr losun koldíoxíðs um 9.589 tonn eða um 20% af núverandi losun á starfssvæði Faxaflóahafna. Faxaflóahafnir, Veitur og ríkið leggja til 100 m.kr. hvert um sig í þennan fyrsta áfanga en ef allt gengur að óskum munu flutningaskip Eimskipa og Samskipa geta tengst landrafmagni á næsta ári. Verkefnið er í samræmi við stefnu Íslands í loftslagsmálum og í samræmi við Loftslagsstefnur Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna. Faxaflóahafnir, Veitur og ríkið leggja til 100 m.kr. hvert um sig í þennan fyrsta áfanga en ef allt gengur að óskum munu flutningaskip Eimskipa og Samskipa geta tengst landrafmagni á næsta ári.Vísir/Vilhelm Landtenging skipa við rafmagn er mikilvægur þáttur í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og bæta loftgæði við hafnir. Á síðustu árum hafa möguleikar á því að tengja stærri skip landrafmagni verið kannaðir ítarlega og nú er fyrsta skrefið stigið með undirritun viljayfirlýsingar um tengingu skipa í Sundahöfn. Faxaflóahafnir hafa á undanförnum árum boðið landtengingar fyrir báta og minni skip. Þetta verkefni markar þau tímamót að einnig verður hægt að tengja stór skip við landrafmagn í höfnum. Á næstu árum áforma Faxaflóahafnir að hefja landtengingar fyrir skemmtiferðaskip, en bygging dreifistöðvar Veitna við Sægarða er forsenda þess verkefnis,“ segir í tilkynningunni. Orkumál Samgöngur Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. Það voru fulltrúar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, Faxaflóahafna, Veitna, Samskips og Eimskips sem undirrituðu viljayfirlýsinguna en búnaðinum er ætlað að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og staðbundinni loftmengun frá starfsemi hafnarsvæða í Reykjavík. Fyrsti áfanginn Í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kemur fram að um sé að ræða fyrsta áfanga í því verkefni að tryggja raftengingar fyrir stærri skip í höfnum á Íslandi. „Áætlað er að rafvæðingin í þessum áfanga komi til með að draga úr bruna á yfir 660 þúsund lítrum af olíu og draga þannig úr losun koldíoxíðs um 9.589 tonn eða um 20% af núverandi losun á starfssvæði Faxaflóahafna. Faxaflóahafnir, Veitur og ríkið leggja til 100 m.kr. hvert um sig í þennan fyrsta áfanga en ef allt gengur að óskum munu flutningaskip Eimskipa og Samskipa geta tengst landrafmagni á næsta ári. Verkefnið er í samræmi við stefnu Íslands í loftslagsmálum og í samræmi við Loftslagsstefnur Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna. Faxaflóahafnir, Veitur og ríkið leggja til 100 m.kr. hvert um sig í þennan fyrsta áfanga en ef allt gengur að óskum munu flutningaskip Eimskipa og Samskipa geta tengst landrafmagni á næsta ári.Vísir/Vilhelm Landtenging skipa við rafmagn er mikilvægur þáttur í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og bæta loftgæði við hafnir. Á síðustu árum hafa möguleikar á því að tengja stærri skip landrafmagni verið kannaðir ítarlega og nú er fyrsta skrefið stigið með undirritun viljayfirlýsingar um tengingu skipa í Sundahöfn. Faxaflóahafnir hafa á undanförnum árum boðið landtengingar fyrir báta og minni skip. Þetta verkefni markar þau tímamót að einnig verður hægt að tengja stór skip við landrafmagn í höfnum. Á næstu árum áforma Faxaflóahafnir að hefja landtengingar fyrir skemmtiferðaskip, en bygging dreifistöðvar Veitna við Sægarða er forsenda þess verkefnis,“ segir í tilkynningunni.
Orkumál Samgöngur Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira