Fótbolti

Bayern vann tvöfalt í Þýskalandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bæjarar fagna í kvöld.
Bæjarar fagna í kvöld. vísir/getty

Bayern Munchen er tvöfaldur bikarmeistari í Þýskalandi á nýjan leik eftir að hafa mistekist að vinna tvennuna á síðustu leiktíð.

Bæjarar unnu 4-2 sigur á Bayer Leverkusen í leik liðanna í dag. David Alaba skoraði fyrsta markið á 16. mínútu beint úr aukaspyrnu og Serge Gnabry tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar.

Það kom ekki mörgum á óvart að Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði þriðja mark Bayern en Sven Bender minnkaði muninn fyrir Leverkusen á 63. mínútu.

Lewandowski skoraði fjórða mark Bæjara á 89. mínútu en Kai Havertz minnkaði muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Lokatölur 4-2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.