Fótbolti

Bayern vann tvöfalt í Þýskalandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bæjarar fagna í kvöld.
Bæjarar fagna í kvöld. vísir/getty

Bayern Munchen er tvöfaldur bikarmeistari í Þýskalandi á nýjan leik eftir að hafa mistekist að vinna tvennuna á síðustu leiktíð.

Bæjarar unnu 4-2 sigur á Bayer Leverkusen í leik liðanna í dag. David Alaba skoraði fyrsta markið á 16. mínútu beint úr aukaspyrnu og Serge Gnabry tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar.

Það kom ekki mörgum á óvart að Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði þriðja mark Bayern en Sven Bender minnkaði muninn fyrir Leverkusen á 63. mínútu.

Lewandowski skoraði fjórða mark Bæjara á 89. mínútu en Kai Havertz minnkaði muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Lokatölur 4-2.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.