Fótbolti

Arnór skoraði og aftur hélt CSKA markinu hreinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór og félagar fagna marki.
Arnór og félagar fagna marki. vísir/getty

CSKA Moskva vann sinn annan leik í röð er liðið vann 4-0 sigur á Republican FC Akhmat Grozny í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik gerðu Moskvu-menn út um leikinn.

Fedor Chalov skoraði á 61. mínútu, mínútu síðar tvöfaldaði fyrrum Everton-maðurinn Nikola Vlasic muninn og Arnór Sigurðsson skoraði þriðja markið á 65. mínútu.

Fjórða og síðasta markið var sjálfsmark Andrey Semenov og lokatölur 4-0.

Arnór var fimm mínútum síðar tekinn af velli en Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í vörn CSKA sem er í 5. sæti deildarinnar með 43 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.