Fótbolti

Gló­dís skoraði sigur­markið í endur­komu Elísa­betar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís Perla mætir á æfingu með íslenska landsliðinu.
Glódís Perla mætir á æfingu með íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm

Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins er Rosengård vann 1-0 sigur á Kristianstads í sænska boltanum í dag.

Sigurmarkið skoraði Glódís á 43. mínútu en Rosengård hefur þar af leiðandi unnið fyrstu tvo leiki sína 1-0. Glódís Perla lék að sjálfsögðu allan leikinn í vörn liðsins.

Elísabet Gunnarsdóttir var mætt aftur á hliðarlínuna eftir veikindaleyfi en Kristianstads er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði síðari hálfleikinn.

Guðrún Arnardóttir kom inn á sem varamaður á 63. mínútu er Djurgården gerði 1-1 jafntefli við Umea á heimavelli. Fyrsta stig Djurgården í ár.

Það var lítil bikarþynnka í Eggerti Gunnþóri Jónssyni og félögum í SönderjyskE sem gerðu 1-1 jafntefli við OB í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrr í vikunni urðu Eggert og félagar bikarmeistarar en Eggert spilaði allan leikinn í dag. SönderjyskE er fjórum stigum frá umspilssæti um fall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×