Fótbolti

Gló­dís skoraði sigur­markið í endur­komu Elísa­betar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís Perla mætir á æfingu með íslenska landsliðinu.
Glódís Perla mætir á æfingu með íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm

Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins er Rosengård vann 1-0 sigur á Kristianstads í sænska boltanum í dag.

Sigurmarkið skoraði Glódís á 43. mínútu en Rosengård hefur þar af leiðandi unnið fyrstu tvo leiki sína 1-0. Glódís Perla lék að sjálfsögðu allan leikinn í vörn liðsins.

Elísabet Gunnarsdóttir var mætt aftur á hliðarlínuna eftir veikindaleyfi en Kristianstads er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði síðari hálfleikinn.

Guðrún Arnardóttir kom inn á sem varamaður á 63. mínútu er Djurgården gerði 1-1 jafntefli við Umea á heimavelli. Fyrsta stig Djurgården í ár.

Það var lítil bikarþynnka í Eggerti Gunnþóri Jónssyni og félögum í SönderjyskE sem gerðu 1-1 jafntefli við OB í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrr í vikunni urðu Eggert og félagar bikarmeistarar en Eggert spilaði allan leikinn í dag. SönderjyskE er fjórum stigum frá umspilssæti um fall.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.