Íslenski boltinn

Lengjudeildin: Grindavík með góðan sigur fyrir vestan

Ísak Hallmundarson skrifar
Grindvíkingar eru búnir að vinna tvo leiki í röð.
Grindvíkingar eru búnir að vinna tvo leiki í röð. mynd/grindavik.is

Grindvíkingar gerðu góða ferð til Ísafjarðar í Lengjudeild karla í dag þegar þeir sigruðu Vestra 3-2 í hörkuleik. 

Stefán Ingi Sigurðarson og Gunnar Þorsteinsson komu Grindvíkingum í 2-0 forystu en Vestramenn sýndu karakter og komu til baka. Sigurður Grétar Benónýsson minnkaði muninn á 65. mínútu og Rafael Navarro jafnaði á 74. mínútu. 

Það var síðan Alexander Veigar Þórarinsson sem skoraði sigurmark fyrir Grindvíkinga á 87. mínútu. Lokatölur 2-3 fyrir vestan.

Grindavík er í 6. sæti með sex stig en Vestri í því níunda með eitt stig í tvískiptri deild. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.