Fótbolti

Guðmundur Andri framlengir við Start

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Andri í leik með U-21 árs landsliði Íslands.
Guðmundur Andri í leik með U-21 árs landsliði Íslands. Vísir/Bára

Guðmundur Andri Tryggvason, sem var frábær í liði bikarmeistara Víkings síðasta sumar, hefur framlengt samning sinn við norska félagið Start. Gildir nýr samningur hans þangað til að tímabilinu árið 2023 lýkur.

Félagið greindi frá þessu í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag.

Jóhann Harðarson, þjálfari liðsins, er mjög ánægður með að hinn tvítugi Guðmundur verði áfram í herbúðum liðsins.

„Guðmundur er mjög efnilegur leikmaður sem hefur þennan X-factor ekki margir leikmenn búa yfir. Hann er tæknískur, fljótur og getur gert hluti með boltann sem aðrir geta ekki. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli en er allur að koma til og nálgast sæti í liðinu,“ sagði Jóhann í viðtali við vef Start eftir undirskriftina.

Start er í 14. sæti norsku úrvalsdeildarinnar - af 16 liðum – þegar fimm umferðum er lokið. Liðið hefur ekki enn unnið leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×